Eftir gott gengi undafarnar vikur var alveg hroðalegt að sjá andleysið sem einkenndi spilamennsku United í gær. Mér fannst liðið reyndar byrja þennan leik ágætlega þrátt fyrir að lenda marki undir snemma leiks. Seinna mark Everton drap hinsvegar allan lífsvilja United-manna og lélegasta frammistaða liðsins undir stjórn Louis van Gaal leit dagsins ljós í gær. Þetta tap hleypir örlítilli spennu í baráttuna um Meistaradeildarsætið þó að niðurstaða hennar sé ennþá fyllilega í höndum okkar manna.
David de Gea
Ertu þá farinn?
Tilkynnt var í síðustu viku að David de Gea væri einn af þeim sex leikmönnum sem hefðu mannað efstu sætin í kjöri PFA-samtakanna á leikmanni ársins. Það vill einnig svo skemmtilega til að þessi samtök, Professional Footballers’ Associaton, virðast ekki hafa gert sér grein fyrir því að hann verði 25 ára á árinu og því var hann jafnframt með efstu mönnum í kjöri á unga leikmanni ársins. Með honum á lista eru mjög frambærilegir leikmenn en ef David de Gea vinnur ekki þessa nafnbót fyrir þetta tímabil er það ljóst að markmaður mun aldrei hljóta þann heiður að vera valinn leikmaður ársins af jafningjum sínum
Victor Valdes og aðrar vangaveltur *uppfært*
Glugginn hefur verið opinn í tæplega viku og United virðist vera að ganga frá sínum fyrstu kaupum. Allir þessir helstu blaðamenn birtu tíst og greinar í dag um að hann hefði samþykkt 18 mánaða samningstilboð frá félaginu. Hann verður því hjá félaginu út næsta tímabil, hið minnsta. Opinber staðfesting er ekki komin en það er líklega bara formsatriði.
*Uppfært 8.jan*
Maðurinn á milli stanganna
Í gær birtum við grein um manninn á bakvið tjöldin enda ekki skrýtið, endurkoma Michael Carrick í byrjunarliðið hefur skilað liðinu 18 stigum af 18 stigum mögulegum. Gríðarlega mikilvægur leikmaður sem virðist loksins vera að fá þá ást sem hann á skilið.
David de Gea hefur ekki verið síðri á þessu tímabili og tryggt okkur ófá stigin á þessu tímabili. Hann hefur átt sína gagnrýnendur en virðist loksins vera að sigrast á þeim enda er erfitt að gagnrýna kappann eins og hann er að spila í dag. Hjörvar Hafliðason hefur verið helsti gagnrýnandi hans hér á Íslandi en í Messunni í gær hrósaði hann honum duglega og keypti sér í leiðinni miða um borð í David de Gea vagninn.
Manchester United 3:0 Liverpool
Er eitthvað skemmtilegra en að vinna en Liverpool?
Fyrir leikinn hafði United unnið 5 leiki í röð. Það sem gerir það sætara er að samkvæmt Louis van Gaal hefur liðið ekki spilað vel nema í 2 leikjum það sem af er tímabils, gegn QPR og Hull á Old Trafford. Reyndar má segja að liðið hafi hreinlega verið lélegt í síðasta leik gegn Southampton og þökk sé RvP og David de Gea vannst þar sigur, einhvern veginn.