Uppfært 10:47: Ooooog Silly-Season er hafið af fullum krafti. Spænski blaðamaðurinn Guillem Balague heldur því fram að United sé að fylgjast með framvindu mála hjá Messi og liðið sé tilbúið að kaupa hann ef rétt er að hann sé óánægður hjá Barcelona. Einmitt það já.
Uppfært 10.09: Woodward og co virðast vera byrjaðir að leita í kringum sig varðandi það hver taki við af Moyes. The Telegraph greinir frá því að United muni heyra hljóðið í Guardiola og ítalskur blaðamaður greinir frá því að United hafi þegar haft samband við Jorge Mendes, umboðsmann Mourinho sem sé að íhuga málið. Er þetta ekki full keimlíkt eltingarleiknum við Thiago, Fabregas, Bale og Ronaldo frá síðasta sumri?