Á morgun ferðast Manchester United til Bristol þar sem landsliðsmaðurinn Hörður Magnússon og félagar í Bristol City F.C. taka á móti okkur í 8-liða úrslitum Carabao deildarbikarsins. Nú fer leikjaálagið að þyngjast í kringum hátíðirnar en United á nánast leik á þriggja daga fresti út mánuðinn og því liggur í augum uppi að José Mourinho þarf að vera duglegur að gera breytingar á liðinu milli leika.
Deildarbikarinn
Swansea 0:2 Manchester United
Í kvöld var förinni heitið til Wales í 16. liða úrslitum deildarbikarsins. Eins og við var að búast mætti United með hálfgert varalið á völlinn þar sem okkar bíður erfiður heimaleikur gegn Tottenham sem hafa verið á miklu flugi undanfarið. Lykilmenn eins og De Gea, Mkhitaryan, Mata og Valencia voru hvíldir og Lukaku og Matic komu inná sem varamenn. Liðið var því talsvert breytt frá deildarleiknum um síðustu helgi og nokkrir af ungu strákunum fengu að spreyta sig.
Djöflavarpið 43. þáttur – Fellaini arftaki Pauls Pogba?
Maggi, Björn, Kristófer og Halldór settust niður og fóru vel yfir síðustu leiki United. Einnig var komið inná meiðslin hjá Paul Pogba og leikina framundan.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
Baráttan um deildarbikarinn hefst á ný.
Næst á dagskrá er fyrsti leikur United í deildarbikarnum og mótherjarnir að þessu sinni Burton Albion F. C. Eftir frábæra byrjun í Úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni vonumst við að sjálfsögðu til að United geti haldið uppteknum hætti og byrjað af sama krafti í deildarbikarnum.
Bikarinn, sem núna ber nafnið Carabao Cup eftir orkudrykkjaframleiðandanum, hefur ekki alltaf verið í miklum metum hjá stóru liðunum og því hefur þessi keppni oft verið vettvangur fyrir stjóra þessara liða til að leyfa yngri og sprækari leikmönnum að spreyta sig. United vann einmitt þennan bikar í fyrra við mikinn fögnuð höfundar og næsta víst að Mourinho vilji gera allt í sínu valdi til að halda honum. Það verður því fróðlegt að sjá hversu mikið Móri er tilbúinn að gefa ungu strákunum færi á að sanna sig á stóra sviðinu í þessum leikjum og það kæmi lítið á óvart að sjá minni spámenn í hópnum. Þessi leikur væri tilvalinn til þess þar sem líklega pakka Burton Albion í vörn og vona að endurtaka þurfi leikinn á heimavelli þeirra. Að auki er ekki ólíklegt að nú þegar leikjadagskráin er orðin ansi þétt að Mourinho þurfi að hvíla lykilleikmenn fyrir stærri leiki. Þar fyrir utan er meiðslalistinn búinn að lengjast við lítinn fögnuð höfundar. Nýjasta nafnið á listanum er Paul Pogba sem gæti verið út í allt að 12 vikur en aðrir á listanum eru Zlatan Ibrahimovich og Marcos Rojo en Luke Shaw, sem hefur verið á listanum, er spurningarmerki og fróðlegt að sjá hvort hann sé tilbúinn.
Hull City 2:1 Manchester United
Ef markmiðið var að klára þetta einvígi með því að leggja sem minnst í seinni leikinn þá heppnaðist það ágætlega hjá leikmönnum Manchester United í kvöld. Frammistaðan var ekki öflug en þó nógu öflug til að duga Manchester United til að bóka miða í úrslitaleikinn á Wembley.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var þannig skipað:
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Shaw, Fellaini (90+1′), Mata, Mkhitaryan, Rooney (79′)