Seinni undanúrslitaleikurinn gegn Hull
Manchester United er aðeins 90 mínútum[footnote]nema Hull taki upp á því að vinna seinni leikinn 2-0, þá fáum við fleiri mínútur[/footnote] frá því að komast í fyrsta úrslitaleikinn sem er í boði á árinu, frá því að ná í miða á Wembley til að keppa um deildarbikarinn. Liðið hefur ekki komist í úrslitaleikinn í þessari keppni síðan 2010 þegar það vann bikarinn með sigri á Aston Villa. Af þeim 18 sem skipuðu leikmannahóp Manchester United þann dag eru aðeins þrír leikmenn enn hjá félaginu (Rooney, Carrick og Valencia).