Enska deildarbikarkeppnin

Manchester United 2:0 Hull City

Það var búist við því að Zlatan myndi byrja þennan leik en þegar byrjunarliðin voru tilkynnt var hans nafn hvorki að finna í byrjunarliðinu né á bekknum. Hann reyndist hafa náð sér í einhverja pest og þurfti því að sitja þennan leik af sér heima. Við sendum honum okkar bestu batakveðjur og krossleggjum putta að hann verði búinn að jafna sig vel fyrir sunnudaginn.

Mourinho hafði talað um að gefa allt í þennan leik og hann stillti því upp sterku byrjunarliði: Lesa meira

Enska deildarbikarkeppnin

Undanúrslit deildarbikarsins, Hull kemur í heimsókn

Árið 2017 er rétt byrjað en við sem styðjum Manchester United erum strax farin að finna sætan ilm af bikar í loftinu. Í það minnsta er liðið í algjöru dauðafæri að koma sér í úrslitaleik og það er alltaf gaman. Keppnin er kannski ekki sú stærsta eða merkilegasta en sigur í henni væri yfirlýsing frá Mourinho og strákunum hans og gott búst fyrir restina af tímabilinu. Auk þess sem líklegasti sigurvegarinn í hinni undanúrslitaviðureigninni er einn helsti erkifjandi og lið sem alltaf er gaman að vinna á vellinum. Andstæðingurinn í þetta skipti er hins vegar Hull City og að venju er spilað heima og að heiman í undanúrslitum keppninnar. Fyrri leikurinn er á Old Trafford annað kvöld og hefst klukkan 20:00. Lesa meira

Enska deildarbikarkeppnin

Northampton Town 1:3 Manchester United

Manchester United ferðaðist 220 kílómetra frá Manchester til Northampton til að taka þátt í 3. umferð deildarbikarsins. Það var ljóst að þrátt fyrir að miklar breytingar yrðu á byrjunarliði United í leiknum þá átti ekki að taka mikla sénsa því hópurinn var mjög sterkur.

Liðið í leiknum:

20
Romero
5
Rojo
17
Blind
12
Smalling
24
Fosu-Mensah
28
Schneiderlin
16
Carrick
7
Memphis
21
Herrera
18
Young
10
Rooney

Varamenn: Johnstone, Darmian, Fellaini (’73), Lingard, Mata, Rashford (’55), Ibrahimović (’55) Lesa meira

Enska deildarbikarkeppnin

United heimsækir Northampton annað kvöld

Annað kvöld, klukkan 18:45 að íslenskum tíma, spilar Manchester United við Northampton Town í 3. umferð þess fróma bikars EFL Cup (eða í deildarbikarnum). Leikurinn fer fram á heimavelli Northampton, Sixfields Stadium. Völlurinn var byggður fyrir rúmum 20 árum, áður hafði Northampton deilt velli með krikketfélagi. Áhorfendametið á vellinum er frá 30. apríl á þessu ári þegar Northampton Town sigraði Luton Town í næst síðustu umferðinni í League Two (fjórða deildin) og tryggði sér sigur í deildinni. Þá mættu 7.664 áhorfendur. Til samanburðar komast u.þ.b 14.200 áhorfendur bara í Stretford End stúkuna á Old Trafford. Það á víst að vera hægt að koma fyrir 60 áhorfendum í viðbót í sæti áður en völlurinn er alveg fullur, verður fróðlegt að sjá hvort áhorfendametið verði slegið annað kvöld. Lesa meira