Nýtt ár handan við hornið. Okkar menn hefja árið 2021 aðeins 20 tíma inn í nýja árið. Þá mætir Dean Smith með grallarana sína í Aston Villa á Old Trafford. Þetta er síðasta prófraunin í deildinni fyrir sennilega stærsta leik tímabilsins hingað til gegn Liverpool á Anfield. Með sigri gegn Villa og að leggja Liverpool síðar í janúar af velli verðum við í efsta sæti deildarinnar. Það þegar mótið verður svo gott sem hálfnað. Nú er ég hættur að prjóna yfir mig í þessum framtíðar pælingum. Snúum okkur að mótherjum morgundagsins.
Djöflavarpið
Opinn þráður og spurningar fyrir podkast
Næsti leikur liðsins er ekki fyrr en á mánudag, leikmenn eru að spóka sig í hinum ýmsu stórborgum heimsins þessa dagana og okkur datt í hug að bjóða upp á opinn þráð þar sem lesendur okkar geta komið með umræðupunkta að eigin vali.
Eftir síðustu leikskýrslu spruttu upp áhugaverðar umræður þar sem einn af okkar dyggustu lesendum, Auðunn Atli, kom með þann punkt að við í ritstjórn Rauðu djöflanna, og fleiri, værum of mikið að einblína á vörnina sem vandamál þegar liðið ætti frekar að horfa á aðra hluti. Hvað finnst ykkur um það? Er óþarfi að styrkja vörnina mikið ef miðjan og sóknarleikurinn fær í staðinn almennilega yfirhalningu?