United var með hefðbundna uppstillingu. Wan-Bissaka var ekki kominn í form og byrjaði á bekknum, og Donny van de Beek fékk ekki heldur að byrja
Varamenn: Henderson, Wan-Bissaka, van de Beek, Fred, Greenwood, Ighalo og Bailly.
Lið gestanna er svo skipað:
Bekkurinn: Eze, Milivojevic, Kelly, Meyer, Batshuayi, Inniss, Hennessey.
Leikurinn byrjaði frekar varfærnislega en Palace vour ferskari og uppskáru strax á 7. mínútu. Schlupp kom upp vinstra megin, náði auðveldlega að koma boltanum þvert fyrir þrátt fyrir að Lindelöf væri í honum, enginn varnarmaður var kominn til baka til að blokka fyrirgjöfina og Townsend var á fjær og skoraði með góðu skoti sem De Gea var aðeins með hönd á en ekkert meira. Luke Shaw hafði reynt að komast í hann en var alltof seinn.