Þá er komið að fyrsta leik Manchester United á árinu 2022. Við eigum fjóra leiki í janúar og þrír þeirra eru heimaleikir sem verður að teljast ágætt í ljósi þess að útivallargengi liðsins er ekki það sama og það var í fyrra. Á morgun mæta Úlfarnir hans Bruno Lage í heimsókn á Old Trafford en þessi 45 ára gamli portúgali tók við af Nuno Espirito Santo í júní á síðasta ári.
Edinson Cavani
Villarreal 1:1 Manchester United – tap í vítaspyrnukeppni
Lokaleikur tímabilsins sendir Manchester United fólk með óbragð inn í sumarið eftir tap í framlengdum úrslitaleik Evrópudeildarinnar og maraþonvítaspyrnukeppni. Á endanum var það David de Gea, maðurinn sem um tíma hélt liðinu uppi, sem var skúrkurinn. En hann á svo sannarlega ekki skilið að skuldinni sé alfarið skellt á hann. Frammistaða liðsins var heilt yfir ekki nógu góð, of margir leikmenn spiluðu undir getu og skorti baráttu og þjálfarateymið var ekki með réttu svörin í kvöld til að vinna lið sem er ekki betra en Manchester United en hefur, að því er virðist, töluvert betri knattspyrnustjóra.
Manchester United 6:2 Roma
Manchester United hefur spilað tvo aðra leiki í Evrópu á þessari dagsetningu. Á þessum degi árið 2008 tryggði Paul Scholes sigurinn gegn Barcelona með stórglæsilegu marki. United náði svo að skella í lás og verja það forskot þrátt fyrir áhlaup eins sterkasta félagsliðs sem Evrópa hefur séð. Ári síðar vann United Arsenal á þessum sama degi með marki frá gulldrengnum sjálfum, John O’Shea.
98. þáttur – Loksins búið að ráða yfirmann knattspyrnumála
Maggi, Halldór og Bjössi settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu viku.
- United hefur gengið frá ráðningu John Murtaugh og Darren Fletcher sem yfirmann knattspyrnumála og „yfirmann tæknilegra mála“
- Það eru meiri líkur á að Edinson Cavani fari í sumar en að hann verði áfram hjá liðinu.
- Farið er yfir leikina gegn AC Milan og West Ham
- Hitað er upp fyrir leik kvennaliðs United gegn Arsenal
- Hitað er upp fyrir seinni leik karlaliðsins gegn AC Milan í Evrópudeildinni
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
97. þáttur – Manchester-borg er rauð
Maggi og Þorsteinn settust niður og fóru vel yfir fréttir og leiki síðustu viku.
- David de Gea er í fæðingarorlofi – Dean Henderson spilar á meðan.
- Edinson Cavani er meiddur og missti af leiknum gegn City
- Inter skuldar United ennþá bróðurpartinn af kaupupphæð Romelu Lukaku – Verður einhver leikmaður fenginn frá Inter í staðinn?
- Voru kaupin á Donny van de Beek mistök?
- Leon Bailey orðaður við United ásamt þeim Sergio Ramos og Rafael Varane.
- Markalaust jafntefli gegn Crystal Palace
- Frábær 0:2 sigur á meistaraefnum Manchester City
Djöflavarpið er í boði:
Adidas á Íslandi. Hægt er að nálgast vörur adidas á eftirtöldum stöðum:
Jói Útherji
Músík og sport
Adidas á Íslandi
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan, auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit: