Þá er búið að gefa út leikjadagskrána fyrir ensku úrvalsdeildina tímabilið 2017/18. Að venju er skemmtilegt að rýna í hana og sjá hvernig þetta spilast fyrir liðin, ekki síst fyrir okkar lið. Því miður fær Manchester United ekki tækifæri á að verja Samfélagsskjöldin að þessu sinni en tímabilið hjá United hefst þriðjudaginn 8. ágúst í ofurbikar Evrópu, þar sem Manchester United mætir Real Madrid í Skopje í Makedóníu. Enska deildin hefst svo helgina eftir það. Leikjadagskráin hjá Manchester United er annars á þessa leið:
Enska úrvalsdeildin
Manchester United 1:1 Everton
Enn eitt jafnteflið. Enn ein vonbrigðin. Enn eitt jafnteflið gegn liðum sem eru í efstu 6 sætunum í úrvalsdeildinni. 1-1 lokatölur kvöldsins þar sem Zlatan Ibrahimovic bjargaði stigi eftir enn einn leikinn þar sem United virtist ómögulega geta brotið niður andstæðinginn.
Leikurinn var í raun endurtekning á svo mörgum leikjum sem við höfum séð undanfarin ár og var maður í raun viss um að liðið myndi tapa 1-0 því lengur sem leið á leikinn enda Ronald Koeman búinn að vinna 1-0 tvö ár í röð á Old Trafford.
Everton kemur í heimsókn á Old Trafford
Flestir íþróttamenn vilja keppa strax eftir slaka frammistöðu og reyna þannig að bæta upp fyrir téða frammistöðu með sigri og góðum leik. Leikmenn Manchester United fá það tækifæri annað kvöld eftir jafnteflið gegn WBA á laugardaginn. Everton kemur inn í leikinn með sama hugarfari en þeir töpuðu enn og aftur fyrir Liverpool um helgina.
Old Trafford í vetur
Þegar José Mourinho tók við United þá bjóst maður við því að liðið yrði nær ósigrandi á heimavelli enda Mourinho ekki þekktur fyrir að tapa mörgum heimaleikjum. Fyrir utan mjög súrt tap í grannaslag gegn Manchester City í byrjun tímabils þá hefur það gengið eftir og er liðið taplaust í 19 leikjum í deild að ég held.
Podkast Rauðu djöflanna – 32. þáttur
Maggi, Halldór, Tryggvi Páll og Sigurjón settust niður og ræddu málefni líðandi stundar.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Gerast áskrifandi í iTunes
Gerast áskrifandi í öðrum forritum
MP3 niðurhal: 32.þáttur
Bournemouth kemur í heimsókn
Eftir frækinn sigur gegn Southampton síðustu helgi í úrslitum EFL bikarsins þá fengu okkar menn heila sex daga án þess að spila leik. Jaðrar það við þriggja mánaða sumarfrí fyrir liðið enda hefur það spilað tvo leiki á viku síðan nýja árið gekk í garð, svona nánast.
Eftir ævintýrið síðustu helgi þar sem Zlatan fór enn einu sinni fyrir liðinu þá tekur alvaran í deildinni við en Manchester United hefur ekki spilað deildarleik síðan 11. febrúar en þá sigraði liðið Watford 2-0. Af þeim sjö leikjum sem liðið spilaði í febrúar þá vann það sex þeirra og gerði eitt jafntefli, 0-0 við Hull City. Að sama skapi fékk það ekki mark á sig í deildinni, vonandi heldur það áfram á morgun.