Eftir stóra sigra heima og að heiman er röðin komin að næsta verkefni þegar Leicester City kemur í heimsókn. Bæði lið hafa verið að skora mörk en United ívið fleiri og hefur einnig haldið hreinu í sínum leikjum. Leicester spilaði opnunarleik tímabilsins gegn Arsenal sem var fínasta skemmtun með slatta af mörkum og dramatík fyrir allan peninginn. Á endanum fór Arsenal með sigur af hólmi en Leicester átti meira skilið en ekkert úr þeim leik. Í næstu umferð tók Leicester á móti nýliðum Brighton & Hove Albion og sigraði liðið þann leik með tveimur mörkum gegn engu. Á þriðjudaginn mætti Leicester svo Sheffield United á Bramall Lane og sigraði heimaliðið með fjórum mörkum gegn einu. Um var að ræða aðra umferð EFL bikarsins sem er núna kallaður Carabao bikarinn.
Eric Bailly
Swansea City 0:4 Manchester United
José Mourinho sá ekki frekar en stuðningsmenn United ástæðu til að breyta liðinu sem rústaði West Ham um síðustu helgi en það var Swansea sem sótti í byrjun. Fyrstu tilraunir þeirra voru stöðvaðar en á þriðju mínútu kom boltinn upp vinstra megin, Bailly hreinsaði beint í Ayew sem komst í gegn og alla leið inn í teig, De Gea fór út og bjóst við fyrirgjöf en Ayew vippaði boltanum framhjá honum og í slána. Stálheppnir þar United. Strax á næstu mínútu kom Lukaku í sókn, reyndi að renna boltanum á Rashford en vörnin blokkaði og viðstöðulaust skot Lukaku fór síðan framhjá.
Djöfullegt lesefni: 2017:04
Loksins loksins… smá lesefni til að stytta tímann fram að Djöflavarpi.
Rauðu djöflarnir undanfarið
Myndaveisla frá Evrópudeildarsigrinum
Uppgjör! Fyrri hluti og seinni hluti.
Tímabilið og Evrópudeildarsigur
Frábær yfirferð yfir leikskipulag Manchester United í úrslitaleik Evrópudeildarinnar
Mourinho skilar bikurum en varkárnin hefur takmörk segir Jonathan Wilson
Miguel Delaney gerir upp tímabil United
Manchester United 1:1 Celta Vigo
Manchester United fer í úrslitaleik Evrópudeildarinnar. Tæpt var það, skrautlegt og dramatískt en það hafðist! Mótherjinn í Stokkhólmi verður Ajax frá Amsterdam sem tapaði fyrir Lyon í kvöld en vann viðureignina samanlagt 5-4.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var:
Varamenn:
De Gea, Jones, Smalling (89′), Carrick (77′), Mata, Martial, Rooney (86′).
Burnley 0:2 Manchester United
José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju.