Manchester United er með besta markmann í heimi innanborðs þessa dagana. Hins vegar er þetta and- og kraftleysi farið að vera ansi þreytt. Mourinho þekkir þessa stöðu vissulega, hann veit hvað þarf til að ná árangri í Evrópukeppnum, veit hvað þarf til að vinna útsláttareinvígi. Það er ekki alltaf fallegt að gera það sem þarf. En þrátt fyrir það er eins og það sé mögulega eitthvað meira í gangi, eitthvað meira að. Eru leikmenn að bregðast Mourinho eða er Mourinho að bregðast leikmönnum?
Estadio Ramón Sánchez Pizjuán
Sextán liða úrslit í Sevilla
Manchester United spilaði síðast í útsláttarkeppni Meistaradeildar Evrópu 9. apríl 2014. Þá gaf glæsimark Patrice Evra smá von áður en Mandzukic, Muller og Robben slökktu þann neista. Við tók Evrópulaust tímabil, Meistaradeildarvonbrigðatímabil og svo misgóður árangur í Evrópudeild, reyndar með mjög góðum endapunkti. En hér er liðið loksins komið aftur, í útsláttarkeppni 16 bestu liða Evrópu. Þvílík gleði!