Á morgun byrjar enska úrvalsdeildin aftur eftir alltof langt hlé. Það er fátt verra en að þurfa að bíða í tvær vikur eftir tap. Meiðslalistinn hjá United er aftur orðinn eins og hann á að sér að vera. Samkvæmt physioroom eru 8 leikmenn meiddir eða tæpir fyrir leikinn á morgun. Tæpir en líklegir eru Wayne Rooney, Ander Herrera, Bastian Schweinsteiger, Michael Carrick og Marcus Rojo en meiddir eru Ashley Young, Paddy McNair og Luke Shaw.
Everton
Everton 3:0 Manchester United
Liðin sem hófu leikinn
Manchester United
Bekkur: Valdes, Blackett, Januzaj, Pereira, Di Maria, van Persie, Falcao
Everton
Bekkur: Robles, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt, Alcaraz
United heimsækir Everton á sunnudaginn
Fregnir frá Þýskalandi segja að United sé að ná samkomulagi við Dortmund um kaup á Ilkay Gundogan
Everton
Heimamenn hafa verið duglegir að hala inn stig að undanförnu eða 13 stig í 5 leikjum. Fram að því var stigasöfnunin 28 stig í 28 leikjum sem er afleit tölfræði fyrir lið sem stefndi pottþétt að meistaradeildarsæti. Markaskorunin hefur dreifst nokkuð vel í síðustu leikjum en liðið er þó ekki að skora mikið af mörkum. Í síðustu 3 leikjum hafa þeir einungis skorað 1 mark í leik en þó hlotið 7 stig. Það segir manni að vörnin hjá þeim virðist vera farin að smella saman en rétt er samt að taka fram að í síðustu 3 leikjum hafa þeir mætt Southampton, Swansea og Burnley.
Tímavélin: Bikarmeistarar 1985
Rauðu djöflunum áskotnaðist á dögunum ný bifreið sem við nánari skoðun hafði leynda eiginleika. Við bjóðum ykkur því sæti við hliðina á okkur og förum með ykkur á tímaflakk.
Stillingarnar eru tiltölulega einfaldar en við ákveðum fljótlega að gera þetta ekki of flókið til að byrja með, heiðrum upprunaár tryllitækisins og sláum inn:
18. maí 1985
Það voru 17 ár frá Evrópumeistaratitlinum, 10 ár frá árinu í annarri deildinni, 4 ár frá því Dave Sexton var rekinn fyrir of leiðinlegan fótbolta og United var komið í sinn annan bikarúrslitaleik á þrem árum. Völdin í enska boltanum voru þó kyrfilega í höndum Liverpoolbúa. Liverpool voru Englands- og vrópumeistarar frá árinu áður og Everton handhafar bikarsins og hinir síðarnefndu voru rétt nýbúnir að rúlla upp deildinni með einhverju besta liði sem enski boltinn hafði séð, á þeim árum þegar ekkert lið varð meistari nema að vita besta 11 manna liðið… og eiga svona nokkra til vara.
Manchester United 2:1 Everton
Þessi viðureign á síðasta tímabili situr ennþá í mér. Hún fór fram í byrjun desember í fyrra. United var enn í þokkalegri stöðu í deildinni og var að fara að fá leikjatörn sem leit þægilega út á pappír. Það þurfti bara að fara fyrst í gegnum Everton. Everton var að spila vel undir stjórn arftaka David Moyes. Framtíðarfótbolta sem var gaman að horfa á. United var að spila sæmilega undir stjórn arftaka Sir Alex Ferguson. Fortíðarbolta sem var leiðinlegt að horfa á. Ef það var eitthvað sem gat hjálpað David Moyes var það sigur gegn sínu gamla félagi. Það er skemmst frá því að segja að United yfirspilaði Everton í þeim leik en allt kom fyrir ekki, boltinn vildi hreinlega ekki inn þrátt fyrir fjölmörg færi. Auðvitað náði svo Everton að pota boltanum inn á 90. mínútu og hirða alveg einstaklega óverðskulduð þrjú stig. Við þekkjum framhaldið. Þessi Everton-leikur fór hrikalega í taugarnar á mér. Þessvegnar var sigurinn í dag alveg einstaklega sætur.