Á síðasta degi ársins kemur Middlesbrough í heimsókn á Old Trafford. Middlesbrough situr nú í 15. sæti deildarinnar og hefur gengið frekar brösuglega undanfarið en þó sigrað tvö neðstu liðin, Hull og Swansea. Það er því um að ræða skyldusigur á morgun, ekki síst til að viðhalda góðu gengi undanfarið. Og um leið og ég skrifa orðið ‘skyldusigur’ þá fer auðvitað um mig kaldur hrollur, því reynsla síðustu ára hefur auðvitað verið sú að slíkir leikir hafa reynst örgustu bananahýði.
Fabio
Tvíburarnir
Maðurinn hefur lengi spurt sig þeirrar spurningar hvernig samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á líf manna. Fyrst um sinn glímdu heimspekingar við þessa spurningu. John Locke taldi umhverfi skipta meginmáli, við fæðingu var heilinn óskrifað blað en Immanuel Kant taldi að við fæðingu hefði maðurinn einhverja fyrirframgefna þekkingu. Síðar meir, líkt og með mörg önnur viðfangsefni heimspekinnar, færðist þessi spurning yfir á svið vísindanna. Í dag glíma erfðafræðingar, sálfræðingar og læknar öðrum fremur við þessa spurningu.
Með sunnudagssteikinni
Fyrsti leikur United undir stjórn David Moyes fór fram í gær. Liðið keppti við úrvalslið tælensku deildarinnar sem kenndi sig við ódáinsmjöðinn Singha.
Liðið stillti upp í 4-5-1, eða 4-2-3-1 svo:
Amos
Fabio Ferdinand Evans Büttner
Carrick Cleverley
Januzaj Anderson Giggs
Welbeck
Büttner meiddist í fyrri hálfleik þannig að Rafael kom inn á og tvíburarnir spiluðu síðan í síðum stöðum. Í seinni hálfleik komu Jones, Lingard og Zaha inn á fyrir Giggs, Cleverley og Anderson og loks Evra fyrir Fabio.