Mörg okkar kannast við nafnið FC United of Manchester en færri vita ef til vill mikið um félagið.
FCUM vann hins vegar loksins sæti í National League North deildinni með því að tryggja sér meistaratign í Northern Premier League í fyrradag og stíga þannig upp úr sjöunda þrepi deildarpýramídans og upp í það sjötta.
Það er því ekki úr vegi að fara aðeins yfir sögu þessa félags og þau bönd sem það tengist Stóra United eins og sumir kalla það. Sagan varpar ljósi ámargt það sem er að gerast í knattspyrnunni í dag og hvernig lítill hópur stuðningsmanna fékk nóg af nútímaknattspyrnu. Enda er svo að slagorðið Against Modern Football er vinsælt meðal stuðningsmanna og má sjá það víða um Evrópu á leikjum minni liða sem oft eru í eigu félagsmanna. Slík félög eru nú orðin þó nokkur.