Eins og komið var inná í upphituninni fyrir þennan leik þá einfaldlega varð United að vinna þenna leik. 2:0 sigur Fenerbahce á Zorya einfaldlega þýddi að með tapi þá dytti okkar lið alfarið úr Evrópu. Feyenoord hefur verið á ágætis siglingu í öllum keppnum hingað til hafði einungis fengið á sig 2 mörk í fyrstu 4 leikjunum í Evrópudeildinni. Manchester United hinsvegar hafa verið að spila þokkalega vel í undanförnum leikjum en hafa ekki verið nógu grimmir í markaskorun. Fólk var einnig spennt fyrir því að sjá Henrikh Mkhitaryan fá að spreyta sig í byrjunarliðinu en hann hefur nánast alls ekkert komið við sögu á tímabilinu hingað til.
Feyenoord
Er allt í rugli?
Eftir leikinn í gær fannst mér tilvalið að hlaupa aðeins yfir leikinn, mína skoðun á leikmannahópnum og það sem af er tímabili.
Eins og þau ykkar sem lásu upphitunina fyrir leikinn í gær tókuð eflasut eftir þá var ég sammála Mourinho með flest allar breytingarnar sem hann gerði á liðinu. Hann veit það sjálfur að það þarf að halda leikmönnum góðum og ferskum, því voru flestar breytingarnar jákvæðar, allavega fyrir leik. Þeir leikmenn sem hafa ekki fengið mínútur fengu þær núna, hvernig þeir nýttu þær er svo allt annað mál.
United fer til Hollands
Annað árið í röð dregst Manchester United með félagi frá Hollandi í Evrópukeppni. Í ár tekur United hins vegar ekki þátt í Meistaradeild Evrópu heldur hinni víðfrægu Evrópudeild sem við höfum fengið að kynnast fullvel á undanförnum árum.
Klukkan 17:00 á morgun hefst Evrópuævintýri okkar manna í Rotterdam, Hollandi. Þetta er fyrsti leikur United af þremur á útivelli í þremur mismunandi keppnum. Það sem gerir leikinn á morgun ef til vill enn sérstakari er að þetta er völlurinn þar sem United lagði Barcelona í Evrópukeppni Bikarhafa árið 1991.