Marcus Rashford verður frá í nokkrar vikur og Ole Gunnar Solskjær stillti upp varnarsinnuðu liði í dag
Varamenn: Romero, Bailly, Dalot, Jones, Mata, Lingard, Greenwood
Lið Liverpool var eins og spáð:
Fyrstu viðbrögð við liðinu voru að það yrðu þrír miðverðir og vakti það ekki mikla lukku en fljótlega var ljóst að Brandon Williams var hreinlega í kanthlutverkinu og átti að pressa á Alexander-Arnold. United stóð sig bara alveg þokkalega fyrstu 10 mínúturnar og pressaði á Liverpool og reyndi að finna glufur á vörninni til að stinga upp á Daniel James. Fyrstu 11 mínúturnar var liðið meira að segja 58% með boltann.