Þessi leikur er með þeim sorglegri sem ég hef séð lengi. Spilamennska liðsins var svo gjörsneydd öllu hugmyndaflugi að það var átakanlegt að horfa á það. Sir Alex Ferguson sagði í kveðjuræðu sinni að nú þyrftum við að standa með nýja stjóranum okkar. Þið sem hafið verið duglegust heimsækja bloggið eða hafið nennu í að fylgja okkar á twitter hafa séð það að við höfum ávallt látið David Moyes njóta vafans. Það var vitað að þetta yrði tímabil breytinga og flestir ef ekki allir stuðningsmenn liðsins voru ekki að fara að búast við einhverri titilbaráttu. Hinsvegar hefur gengi liðsins verið fyrir neðan allar svörtustu spár. Þó svo að leikurinn í dag hafi ekk tapast þá kristallast í honum nákvæmlega hvað vandamálið er. Moyes kann ekki á liðið. Það er hægt að tala um heppni og ákvarðanir en glætan að það eigi við um nánast alla leiki tímabilsins. Það hafa ekki komið margir leikir á þessu tímabili sem eiga að vera borðleggjandi en þetta var svoleiðis leikur. Vorum að spila gegn versta liði deildarinnar og ekki vantaði í framlínuna en van Persie, Rooney og Mata byrjuðu allir. Kaupin á Juan Mata gáfu okkur von en þeim var ekki fylgt á eftir með kaupum á manni í stöðurnar þar sem svo sárlega vantar í. Það kom ekki að sök gegn Cardiff enda hefur United bara unnið velsku liðin í deildinni á nýju ári. Svo kom leikurinn gegn Stoke sem verður að teljast ein slakasta frammistaða sem ég hef séð frá Manchester United. Leikurinn í dag var í rauninni bara framhald af þeim leik. Eina taktíkin í dag var að bomba fyrirgjöfum inní teig sem virtust ekkert endilega þurfa að finna samherja og gerðu það ekki nema í 18 af 81 tilvikum og hvorugt markið kom eftir fyrirgjafir. Samkvæmt tölfræðinni ætti United að hafa unnið leikinn sannfærandi en knattspyrnan gefur oft skít í tölfræðina. Það kannast stuðningsfólk United við enda hefur Moyes slegið ófá vafasöm met frá því að hann tók við.
Fulham
Fulham kemur í heimsókn
Munið þið eftir þeim tíma þegar ykkur hlakkaði til að horfa á United leiki? Munið þið eftir því þegar þið fylltust ekki af tregablendnum ótta fyrir leiki gegn liðum á borð við Stoke, West Brom eða Fulham? Þetta hefur verið okkar veruleiki sem stuðningsfólk Manchester United á þessu tímabili. Síðasti leikur okkar var útileikur gegn Stoke þar sem verður að viðurkennast að hvorugt liðið spilaði vel en Stoke skoraði fleiri mörk. Það að byrja með 3 miðverði inná en enda fyrri hálfleikinn með 1 gæti hafa sitt að segja og skiptingarnar hjá Moyes voru ekki réttar. Hann ætlaði að henda í sókn en hefði kannski átt henda miðjumanni inná. En það er búið og gert.
Fulham 1:3 Manchester United
Það hefur oft verið að sagt að fótbolti sé leikur tveggja hálfleika og leikurinn í dag var engin undantekning.
Byrjunarliðið leit svona út
De Gea
Rafael Vidic Evans Evra
Jones Cleverley
Valencia Rooney Januzaj
Van Persie
Bekkur: Lindegaard, Smalling, Fellaini, Kagawa, Nani, Young, Hernandez.
United byrjuðu leikinn mjög grimmt og ætluðu augljóslega að skora snemma og það tókst þegar Wayne Rooney lagði boltann óeigingjarnt á Antonio Valencia sem skoraði laglega
Fulham á Craven Cottage
Eftir ansi glæsilega frammistöðu gegn Norwich í Capital One bikarnum þá er aftur komið að deildinni. Fulham hefur ekki gengið neitt sérstaklega í deildinni það sem af er.
Manchester United vann Fulham úti á síðasta tímabili 1-0 og vonandi sigrum við aftur núna og bara með meira af mörkum.
Samkvæmt physioroom.com eru bara Danny Welbeck og Darren Fletcher á meiðslalistanum og hjá Fulham eru Matthew Briggs, Hugo Rodallega og Brede Hangeland fjarri góðu gamni.
Fulham 0:1 Manchester United
Leikurinn byrjaði fjörlega. United sótti frá fyrstu mínútu, Fulham lá nokkuð til baka og tók skyndisóknir, í þeirri fyrstu komst Rodallega inn fyrir en var ekki í góðu færi, gaf boltann og Evans komst fyrir. Evans þurfti síðan að taka boltann snyrtilega af Rodallega í næstu sókn, vel gert. Hinu megin pressaði United, úr einu horni varð mikið japl jaml og fuður í teignum, Schwarzer varði vel skot Evra, svo skallaði varnarmaður skot Rooney frá og loksins hélt Schwarzer skoti Evra