Manchester United mætti Galatasaray í næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Erik ten Hag stillti upp áhugaverðu byrjunarliði en enginn Casemiro né Rashford voru í hópnum í dag. Sá enski í banni og sá brasilíski meiddur. Leiknum lauk með 3-3 jafntefli eftir bráðfjörugan leik, sérstaklega síðari hálfleik. Vonin lifir, en veik er vonin um að komast áfram í 16-liða úrslitin í Meistaradeildinni.
Galatasaray
Duga eða drepast í Tyrklandi!
Þá er komið að næstsíðustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en United á eftir útileik við Galatasaray og heimaleik í lokaumferðinni gegn Bayern Munich. Fyrir leik morgundagsins er liðið á botni A-riðils með einungis 3 stig úr heimasigri gegn FC Kaupmannahöfn. Liðið hefur tapað úti gegn FCK og Bayern og tapaði á heimavelli fyrir tyrkneska liðinu og stendur því eftir sem fyrr segir á botninum. Það er þó örlítill vonarneisti fyrir stuðningsmenn United ef liðinu tekst að kreista fram sigur gegn Galatasaray og FCK tapar fyrir Bayern á útivelli.
Fyrsti leikur Zlatan! Manchester United 5-2 Galatasaray
United mætti Galatasaray í Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem Zlatan Ibrahimovic kynnti sjálfan sig til leiks eins og Zlatan einn getur gert. Leikurinn var kaflaskiptur en United tók öll völd í seinni hálfleik og kláraði leikinn með stæl.
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young, Rashford.
Okkar maður Elli var á leiknum og tísti um för sína frá Kaupmannahafnar til Gautaborgar á leikinn en fylgjast má með ævintýrum hans hér fyrir neðan.
Galatasaray 1:0 Manchester United
Eins og byrjunarliðið sannaði þá fengu ungu strákarnir að njóta sín og meðalaldurinn á varamannabekknum ekki hár.
Fyrsta skot leiksins átti hinn ungi Nick Powell sem markvörðu Tyrkjanna greip auðveldlega. Nick Powell var svo tæklaður gróflega af Felipe Melo sem slapp við spjald. Skömmu seinna áttu heimamenn hörkuskot sem Lindegaard varði. Semih Kaya fékk gult spjald fyrir hressilega tæklingu á Alex Büttner sem var á hörkusprett upp völlinn. Felipe Melo virtist vera á sérdíl hjá dómaranum, gæti verið kominn með 3 gul spjöld fyrsta hálftíma leiksins en fékk ekkert. Lindegaard varði aftur vel hörkuskot frá Altintop. Nick Powell átti svo skalla í slánna eftir fyrirgjöf frá Anderson. Fínn fyrri hálfleikur og fjörugur undir lokin en staðan samt sem áður markalaus.
Byrjunarliðið gegn Galatasaray
Lindegaard
Rafael Jones Carrick Büttner
Fletcher Anderson
Cleverley Powell Welbeck
Chicharito
Þetta er líklega tígulmiðja þar sem Powell verður fremstur og Fletcher aftastur.
Bekkur: Sam Johnstone, Ashley Young, Kiko Macheda, Scott Wootton, Larnell Cole, Marnick Vermijl, Joshua King.