Á morgun ferðast Manchester United til Istanbúl í fimmta sinn til leiks í Evrópukeppni meistaraliða, eða Meistaradeildinni. Með fullri virðingu fyrir fyrri leikjum gegn Fenerbahçe og Beşiktaş, þá eru það leikirnir gegn Galatasaray sem lifa í minningunni og þá fyrst og fremst leikur liðanna 3. nóvember 1993, eða fyrir rúmum 19 árum.
Haustið 1993 var stór stund hjá United áhangendum. Þá var Evrópukeppni meistaraliða var að breytast í Meistaradeild Evrópu og bar samt enn nafn með rentu, einungis fyrir meistara og eftir brjálæðislega sigurgleði vorsins áður fengu fékk Manchester United í fyrsta skipti í 24 ár farmiða sem gæti endað í fyrirheitna landinu með Evrópumeistaratigninni. Fyrstu mótherjarnir voru Ungverjarnir í Honved sem voru auðveldlega lagðir að velli heima og heiman en síðan kom að Galatasaray. Vanmat og mistök leiddu til þess að fyrri leikur liðanna á Old Trafford fór 3-3 og framundan var ferðin til Istanbúl.