Félagaskiptaglugginn lokar klukkan fjögur í dag og við verðum á vaktinni. Minnum á upphitunina og spána fyrir tímabilið sem við birtum í gær!
Það býst enginn við neinu úr þessu en svona er staðan:
Alderweireld strandar á Levy, Mourinho vill Boateng, en stjórn United (segir sagan) vill Maguire. Allt í hönk
8:25: United á að hafa spurst fyrir um Layvin Kurzawa, vinstri bakvörð PSG (skv L’Equipe) og miðjumanninn Adrien Rabiot, líka hjá PSG. Skrýtið.