Í kvöld tóku Mávarnir í Brighton á móti Manchester United í þriðja deildarleik þeirra rauðklæddu eftir að deildin hófst að nýju. Fyrir leik var United í 6. sætinu eftir að Úlfarnir unnu sinn leik og Chelsea og Leicester voru 5 og 6 stigum á undan okkur í Meistaradeildarsætunum.
Solskjær tók því enga áhættu fyrir leikinn í dag og stillti upp sínu sterkasta liði:
Graham Potter ákvað að taka nokkra áhættu og skildi Neal Maupay og Leandro Trossard á bekknum og byrjaði með Aaron Connolly fremstan í 3-5-1-1.