Í fyrradag kynnti United aðalbúninginn fyrir næsta tímabil, og pistlahöfundur fagnar að borðdúkurinn sé horfinn.
Eins og venjulega fylgir PR stöff með allt um það hvernig nýji búningurinn höfði til sögu Manchesterborgar, meira að segja eiga tölurnar fjórar einhvern veginn að vísa til þess líka. Hvernig veit ég ekki. Annars er þetta bara nokkuð smekklegt, rauði liturinn réttur, buxurnar hvítar og sokkarnir svartir, án þess að missa sig í einhverju bulli. Hægt verður að bretta upp kragann og leika Eric… ef maður man eftir að afhneppa tölunni aftan á kraganum. Treyjan er komin í búðir úti og ætti því að vera á leiðinni hingað heim.