Fyrir leikinn í dag var United búið minnka forystu Chelsea niður í 2 stig. Það var því tækifæri á að setja almennilega pressu á liðin fyrir ofan okkur með góðum sigri í dag. Það var hægt að gera væntingar til þess enda mótherji dagsins verið í basli allt tímabilið og búinn að missa einn einn besta leikmanninn sinn, kantmanninn Ryan Fraser á frjálsa sölu. Liðið á þó möguleika á að bjarga sér frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik.
Harry Maguire
Djöflavarpið 77. þáttur – Enski boltinn snýr aftur!
Maggi, Friðrik og Bjössi settust niður og ræddu fyrirhugaða endurkomu ensku úrvalsdeildarinnar. Farið yfir hópinn, nýjasta slúðrið og ástandið á þessum fordæmalausu tímum.
Við viljum endilega fá ykkar álit þannig að virk þáttaka í athugasemdarkerfinu er vel þegin.
Ef þið viljið senda okkur spurningar þá er það hægt að senda okkur skilaboð á Facebook síðu Rauðu djöflanna.
Borgarslagur á Old Trafford á morgun
Eftir jafnteflið við Everton um síðustu helgi kemur önnur og meiri prófraun á atlögu Ole Gunnars og liðsins hans að fjórða sætinu. Manchester City kemur í heimsókn. Það er ekki hægt að segja að það sé hægt að líta hýru auga á heimavallarforskot þegar kemur að því að taka á móti bláu grönnunum. Frá tapinu stóra 1-6 í október 2011 hefur City unnið fimm leiki til viðbótar á Old Trafford í deildinni, gert tvö jafntefli og United hefur aðeins unnið einn deildarleik gegn þeim á þessum rúmu níu árum, í frábærum 4-2 sigri árið 2015 sem lofaði góðu um framtíðina en eins og svo oft áður var það fölsk von.
Evrópuútsláttur hefst í Belgíu
Þá er komið að því að Manchester United hefji Evrópukeppni á nýju ári þegar liðið heldur til Belgíu þar sem heimamenn í Club Brugge taka á móti okkur.
Um er að ræða fyrri viðureign liðanna í 32 liða úrlitum en eins og mörgum íslendingum er kunnugt lék Eiður Smári Guðjohnsen með liðinu í eitt og hálft tímabil 2013-2014.
Club Brugge KV er eitt allra stærsta liðið í Belgíu en sem stendur er liðið á toppi deildarinnar þar sem liðið siglir lygnan sjó með níu stiga forskot á liðið í öðru sæti. Liðið hefur einungis tapað einum deildarleik á tímabilinu og virðist allt stefna í að liðið verði meistari þrátt fyrir að hafa gert þrjú jafntefli í síðustu sex deildarleikjum.
Tranmere Rovers 0:6 Manchester United
Ole Gunnar Solskjær gerði sex breytingar á liðinu frá því um helgina þegar liðið þurfti að sætta sig við 0-2 gegn Burnley á Old Trafford.
Á bekknum voru þeir Lee Grant, Eric Bailly, Brandon Williams (’65), Fred (’45), Juan Mata, Daniel James og Tahith Chong(’45).
Heimamenn stilltu í 4-2-3-1
Fyrir leikinn bjuggust flestir við auðveldum leik gegn liði úr botnbaráttunni í c-deildinni en Tranmere hafa þó þegar skellt Watford í keppninni og þá hefur ekkert lið, sem hefur aldrei komist í Úrvalsdeildina, sent fleiri úrvalsdeildarlið heim úr þessari keppni.