Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.
Enska úrvalsdeildin