Þegar liðið kom var það fyrsta sem hjó að hvorki Luke Shaw né Wayne Rooney voru í hóp og var það nóg til að fá fólk til að ræða hvort það þýddi hreinlega að tími þeirra hjá United væri að líða undir lok. Það er langt til vors, en styttra þangað til markaðurinn í Kína lokar og þetta kemur í ljós. En þegar flautað var til leiks kom uppstillingin í ljós og kom meira á óvart. Mourinho var ekki að setja Rashford á kantinn eins og við héldum heldur var þetta einfaldlega fjórir-fjórir-tveir upp á gamla mátann. Þessi tilraun entist samt ekki lengi eins og fram kemur að neðan og meginhluta leiksins var því um 4-2-3-1 að ræða.
Henrikh Mkhitaryan
Manchester United 4:0 Wigan Athletic
Í dag tók Manchester United á móti Warren Joyce og strákunum hans í Wigan Athletic. Enginn var viss um hvernig Mourinho myndi stilla upp liðinu í dag en hann var þó búinn að gefa það út að Romero, Martial og Rooney myndu spila. Hann ákvað að koma okkur meira á óvart með því að bjóða einnig Luke Shaw, Fosu Mensah og þýska kyntröllinu Bastian Schweinsteiger í byrjunarliðið. Að auki stillti hann Martial sem fremsta manni með Mkhitaryan og Mata á köntunum.
Zlatan Ibrahimovic er leikmaður desembermánaðar
Zlatan Ibrahimovic var valinn leikmaður desembermánaðar af ykkur kæru lesendur. Svíinn fékk yfirburðarkosningu og sáu Paul Pogba og Henrikh Mkhitaryan aldrei til sólar. Zlatan var virkilega frábær í desember síðastliðnum sem og United liðið allt. Yfirburðir Zlatan í þessari kosningu komu aðeins á óvart því að Mkhitaryan og Pogba áttu einnig frábæra leiki fyrir Manchester United. Vonandi getur liðið byggt á þessari frammistöðu og átt einnig frábæran janúarmánuð.
Kosning: Leikmaður desembermánaðar 2016
[poll id=“23″]
Manchester United 3:1 Sunderland
Það verður seint sagt að endurkomu David Moyes á Old Trafford hafi verið beðið eftir með mikilli eftirvæntingu. Flestir vilja sjálfsagt gleyma því að hann hafi nokkurn tímann stýrt Manchester United. En hann hefur það víst á ferilskránni og var mættur á sinn gamla heimavöll í dag með John O’Shea og félaga í Sunderland. Gamli squadplayerkóngurinn O’Shea var þó á bekknum í dag. Byrjunarlið Manchester United í leiknum var á þessa leið: