Það er óþarfi að vera að halda því fram að það sé ALLT AÐ GERAST!!! hjá United. En það er hægt að taka saman smá pistil og tengja á helsta slúður.
Nýjast! Luke Shaw sagði forráðamönnum Southampton eftir síðasta leik í deildinni að hann vilji til United. BBC greinir frá þannig þetta er solid.
Andy Mitten fer rækilega í saumana á hvernig hlutirnir virka á ‘silly season’ Í annarri grein skrifar Mitten um hversu nálægt United var því að kaupa Fabregas í fyrra og hvar hann muni mögulega spila sína knattspyrnu á komandi tímabili.