Það eru 99 dagar frá því að lið Manchester United steig síðast á stokk í keppni og burstaði LASK Linz 5-0 fyrir luktum dyrum. Heimurinn hefur breyst, en Ísland er að mestu komið í gamla gírinn, og þá líklega sirka 2004, túristalaust.
En í Englandi er enn ekki séð fyrir endann á fyrstu bylgjunni þó létt hafi verið á mörgum takmörkunum og til að létta lund er knattspyrnan dregin fram. Hvers vegna óhætt er að spila fótbolta í efstu deild en ekki fimmtu er ég ekki nógu skarpgreindur til að átta mig á en það gæti haft eitthvað með peninga að gera. Síðan þarf að létta lund lýðsins! Panem et circenses! Brauð og leikir!