Í þriðja skiptið á 23 dögum og í fjórða skipti á tímabilinu mun Manchester United spila gegn Hull City. Leikir liðana á þessu tímabili geta nú seint talist sem augnakonfekt fyrir knattspyrrnuaðdáendur, United hefur náð að knýja fram iðnaðarsigra í tveimur leikjum en á fimmtudaginn í síðustu viku vann Hull seinni leik liðanna í undanúrslitum deildarbikarsins. Þjálfarinn okkar sagði reyndar að sá leikur hafi endað með jafntefli en það er önnur saga!
Hull City
Hull City 2:1 Manchester United
Ef markmiðið var að klára þetta einvígi með því að leggja sem minnst í seinni leikinn þá heppnaðist það ágætlega hjá leikmönnum Manchester United í kvöld. Frammistaðan var ekki öflug en þó nógu öflug til að duga Manchester United til að bóka miða í úrslitaleikinn á Wembley.
Byrjunarliðið hjá Manchester United í kvöld var þannig skipað:
Varamenn: Romero, Fosu-Mensah, Shaw, Fellaini (90+1′), Mata, Mkhitaryan, Rooney (79′)
Seinni undanúrslitaleikurinn gegn Hull
Manchester United er aðeins 90 mínútum[footnote]nema Hull taki upp á því að vinna seinni leikinn 2-0, þá fáum við fleiri mínútur[/footnote] frá því að komast í fyrsta úrslitaleikinn sem er í boði á árinu, frá því að ná í miða á Wembley til að keppa um deildarbikarinn. Liðið hefur ekki komist í úrslitaleikinn í þessari keppni síðan 2010 þegar það vann bikarinn með sigri á Aston Villa. Af þeim 18 sem skipuðu leikmannahóp Manchester United þann dag eru aðeins þrír leikmenn enn hjá félaginu (Rooney, Carrick og Valencia).