Maður hefur svifið hátt síðustu 6 daga eftir frækinn sigur á Arsenal. Á morgun er þó kominn tími til að koma niður á jörðina, stilla miðið og afgreiða Hull sem kemur í heimsókn á Old Trafford. United hefur sigrað Hull í síðustu 6 leikjum sem liðin hafa spilað og skorað 3 mörk eða meira í síðustu 4 leikjum. Þetta ætti því að vera algjör skyldusigur en við þekkjum þó okkar menn, stundum vilja svona leikir vefjast fyrir þeim. United eru þó á góðu róli á Old Trafford, hafa ekki tapað þar síðan í fyrsta leik tímabilsins gegn Swansea á meðan Hull hafa tapað 3 leikjum í röð í deildinni. Vinni United á morgun verður það í fyrsta skipti í heilt ár sem liðið vinnur 3 leiki í röð (what?)!
Hull City
Manchester United 3:1 Hull City
Sögulegur leikur á Old Trafford í kvöld. Fyrirliðinn okkar Nemanja Vidic kvaddi Old Trafford auk þess sem að besti leikmaður í sögu félagsins, Ryan Giggs, leikjahæsti og sigursælasti einstaklingur í sögu Manchester United spilaði líklega sinn síðasta leik á Old Trafford. Giggs kom nokkuð á óvart í liðsvalinu, hvíldi alla helstu leikmenn liðsins og gaf þeim félögum Tom Lawrence og James Wilson tækifæri í byrjunarliðinu. Þetta eru efnilegir leikmenn. Lawrence var á láni hjá Yeowil Town og Wilson hefur verið að rífa í sig unglingadeildirnar með unglingaliðum United. Liðið var svona:
Síðasti heimaleikurinn á tímabilinu
Á morgun fer fram síðasti heimaleikurinn á Old Trafford í bili. Steve Bruce kemur með lærisveina sína í Hull í heimsókn. Það þurfti að færa þennan leik vegna þess að Hull hefur komið öllum að óvörum og sett saman ótrúlega atlögu að FA-bikarnum þar sem liðið er komið í úrslit. Í deildinni hefur það lengst af siglt lygnan sjó um miðbil deildarinnar en hefur verið að sogast neðar og neðar að undanförnu, leikmennirnir eru kannski að láta drauminn um bikarinn trufla sig. Eftir úrslit helgarinnar er þó ljóst að liðið getur ekki fallið og því mun Hull spila í Úrvalsdeildinni að ári.
United heimsækir Hull City
Átjánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar verður spiluð á morgun, öðrum degi jóla.
Fyrsti leikur umferðarinnar verður kl 12:45 þegar Steve Bruce og hans leikmenn í Hull City FC taka á móti United á KC Stadium.
Upphitunin
United er í áttunda sæti deildarinnar og átta stig skilja United og Liverpool sem situr í efsta sæti deildarinnar. Okkar menn eru á góðu róli þessa dagana eftir hræðilega byrjun í desember. Desember byrjaði með jafntefli gegn Tottenham og svo tapi gegn Everton og Newcastle (sem eru einmitt þau þrjú lið sem sitja í fimmta, sjötta og sjöunda sæti deildarinnar) en svo komu sigrar gegn Shakhtar, Aston Villa, Stoke og West Ham. Í þokkabót hefur liðið verið að spila betur og betur undir stjórn Moyes. Ég veit að það er alltaf hægt að koma með svona pælingar en… ímyndið ykkur að ef United hefði sigrað en ekki tapað leikjunum gegn Newcastle og Everton. Liðið væri í 4-5 sæti með Chelsea, einu stigi á eftir City og tveimur á eftir Liverpool og Arsenal. Það sýnir okkur hvað allt er í járnum ennþá og enn mjög góður möguleiki á að eiga mjög fínt tímabil undir stjórn Moyes.