Á morgun takast á þau tvö lið sem eru í hvað mestum vandræðum í deildinni það sem af er hausti.
Newcastle er næst neðst, með fimm stig eftir sjö leiki og nýr stjóri, Steve okkar Bruce er engan að heilla. Okkar menn eru hins vegar í 10 sæti með aðeins níu stig eftir sjö leiki og undir venjulegum kringumstæðum væri umræðan um að reka stjórann orðin alltumlykjandi. En þetta eru ekki venjulegar kringumstæður og ég dreg fram uppáhalds, ef uppáhalds skyldi kalla, myndina mína.
Í þetta skiptið horfum við bara á leikmenn keypta eftir 2013, árið sem Sir Alex Ferguson og David Gill hættu og eigendurnir stóðu uppi án besta framkvæmdastjóra allra tíma og eins besta fjármálastjóra allra tíma. Ekki einasta réðu þeir David Moyes, sem þó var rekinn fljótlega, heldur hafa leikmannakaup verið á höndum Edward Woodward og þess framksvæmdastjóra sem mönnum datt í hug að gæti bjargað málum.