Það fer að líða að jólum og eins og alltaf er góð törn í ensku knattspyrnunni þá og hefst á morgun þegar botnlið Watford kemur í heimsókn á Old Trafford tekur á móti okkar mönnum. Eins og svo oft áður kom slæmur leikur í kjölfar góðra og jafnteflið gegn Everton þýddi að liði er ekki eins nálægt fjórða sætinu og ella. Á morgun mætast Tottenham og Chelsea þannig að sigur United á Watford kemur liðinu algjörlega í baráttuna, ekki síst ef Chelsea vinnur ekki
En það er orðið langt síðan að við fórum inn í leik gegn botnliðinu á Old Trafford algerlega fullviss um að sigurinn væri formsatriði. United á að vinna þennan leik á morgun en það er stórhættulegt að gera ráð fyrir að sú verði raunin
Enska úrvalsdeildin