Gleðileg jól kæru lesendur!
Hvað er jólalegra en að lesa upphitun fyrir leik á annan í jólum? Ekkert segi ég! Ekkert!
Á morgun fer United til Leicester og með sigri myndi liðið ekki einasta jafna úrvalsdeildar met og vinna ellefta útileikinn í röð heldur einnnig tylla sér í annað sætið, í það minnsta þangað til Everton rassskellir Sheffield United seinni part dags. Það segir samt ýmislegt um deildina að Leicester, liðið í öðru sæti, hefur tapað fimm leikjum af fjórtán í deildinni. Á móti kemur auðvitað að liðið hefur ekki gert eitt einasta jafntefli. Það verður ekki af því dregið að þetta keppnistímabil verður eitt það undarlegasta sem leikið verður. Þéttleiki leikja mun áfram halda að leika lið misgrátt og það er langt í vorið