Annað kvöld leika okkar menn gegn Rómverjum í seinni viðureign þessara liða í undanúrslitum Evrópudeildarinnar. Líkt og gegn Real Sociedad og Granada fyrr í þessari keppni er seinni leikurinn algjört formsatriði eftir að hafa náð í ansi góð úrslit í fyrri viðureigninni. Aðeins hefur einvígið gegn AC Milan verið spennandi í seinni leiknum. Eftir 6-2 sigur í síðustu viku gegn Rómverjum og óvænt frí um síðustu helgi ættu okkar menn að vera ansi vel hvíldir og tilbúnir í að klára verkefnið. Með því að klára þessa rimmu þá er liðið í fyrsta skipti komið í ÚRSLITALEIK undir stjórn Ole Gunnars eftir margar óárangursríkar tilraunir hingað til.
Jose Mourinho
Píning og upprisa Luke Shaw
„Hann stóð sig vel en þetta var hans líkami með hug mínum. Hann var fyrir framan mig og ég tók allar ákvarðanir fyrir hann.“
Luis Enrique sagði eitt sinn snyrtilega að það væri bæði hægt að læra af þjálfurunum sem gerðu hlutina vel og þeim sem gerðu þá illa. Þar vísaði hann reyndar til Louis van Gaal hjá Barcelona en meðferð Jose Mourinho er dæmigerð fyrir hvernig ekki á að byggja upp leikmenn. Hrósið – ef hrós skyldi kalla – hraut af vörum Mourinho eftir einn besta leik Shaw undir hans stjórn.
Manchester United 2:1 Tottenham
Það var gott fótboltakvöld í vændum fyrir áhugamenn og konur um enska boltann en sex leikir voru á dagskrá í kvöld en tveir leikir voru spilaðir í gær. Umferðinni lýkur svo á morgun með tveimur leikjum, Arsenal tekur á móti Brighton á meðan Sheffield United fá Newcastle í heimsókn. United hafði því möguleika á því að komast í 5. sætið í kvöld ef Wolves hefðu ekki unnið í kvöld.
Mourinho snýr aftur á Old Trafford
Þrjúhundruð og fimmtíu dögum eftir að José Mourinho var rekinn úr starfi sínu sem stjóri Manchester United, stígur hann aftur inn á Old Trafford en í þetta sinn sem arftaki þess stjóra sem margir töldu að yrði hans arftaki hjá United, Mauricio Pocchettino, sem varð þó ekki raunin.
Þess í stað tók norðmaðurinn knái, Ole Gunnar Solskjær, við liðinu eins og frægt er orðið en eftir frábæra byrjun þess norska hefur verulega tekið að halla undan fæti hvað varðar úrslit og spilamennsku.
Barátta á Bramall Lane við nýliða Sheffield United
Eftir annars ágætis landsleikjahlé er röðin komin að ensku Úrvalsdeildinni á nýjan leik. 13. umferð tímabilsins er að hefjast og að þessu sinni ferðast Rauðu djöflarnir til Bramall Lane þar sem nýliðarnir í Sheffield United taka á móti okkur.
Sheffield situr öllum að óvörum í fimmta sæti deildarinnar eftir tólf umferðir og er stigi á undan Manchester United með 17 stig, jafnmörg og Arsenal en með betri markatölu. Sá fótboltaspekingur sem hefði haldið því fram að á þessum tímapunkti í deildinni væri Sheffield United fyrir ofan bæði okkur og Arsenal hefði eflaust verið talinn búinn að missa vitið.