Stefnubreyting í leikmannasölum?
Í gær voru fréttir þess efnis að tilboði Lyon í Memphis Depay hafi verið samþykkt, hann ætti aðeins eftir að semja um kaup og kjör og gangast undir læknisskoðun. Talið er að United fái 16 milljónir punda í sinn vasa, en sú upphæð gæti endað í tæpum 22 milljónum. Er þetta annar leikmaðurinn sem José Mourinho selur núna í janúarglugganum, sá fyrri var auðvitað Morgan Schneiderlin sem Everton borgaði 20 milljónir fyrir en gæti þurft þurft að reiða fram 4 milljónir í viðbót ef Morgan stendur sig vel, sem mun eflaust gerast.