Enska úrvalsdeildin

Manchester United 1:1 West Ham United

Það var boðið upp á mjög kunnuglega uppskrift í leiknum í dag. Manchester United var sterkari aðilinn í leiknum, skapaði sér færi og átti marktilraunir en náði samt ekki í nema eitt stig. Aftur átti markmaður andstæðinganna leik tímabilsins í bland við lélega færanýtingu hjá leikmönnum Manchester United.

Manchester United var núna að gera sitt fjórða jafntefli í röð í deildarleik á heimavelli. Það gerðist síðast í nóvember til desember 1980 en þá bætti liðið um betur og gerði 5 jafntefli í röð. Næsti heimaleikur United í deildinni verður 11. desember, gegn Tottenham Hotspur. Lesa meira

Djöflavarpið

Podkast Rauðu djöflanna – 29. þáttur

Maggi, Runólfur, Björn Friðgeir og Sigurjón settust niður ræddu málefni líðandi stundar, til dæmis leikinn gegn Arsenal, leikmenn eins og Rooney, Carrick og Memphis, og þau orð sem Mourinho hefur látið falla undanfarið um hugarfar ákveðinna leikmanna.

Smávægileg mistök urðu í upptöku á þessu podkasti sem gerir það að verkum að hljóðgæði eru örlítið lakari en gengur og gerist. Við biðjumst velvirðingar á því! Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Myndasyrpa úr fyrsta leik Paul Pogba

Paul Pogba lék sinn fyrsta leik fyrir Manchester United í rúm fjögur ár á föstudagsköldinu síðastliðnu. Það væri hægt að tala um að virkilega góð stemmning hafi verið á vellinum en samkvæmt fólki á vellinum var þetta háværasti leikur sem margir muna eftir.

Ég tók mig saman og týndi saman nokkrar myndir frá þessari sérstöku kvöldstund þar sem aðdáendur Manchester United um allan heim samglöddust yfir því að fá týnda soninn heim. Lesa meira

Enska úrvalsdeildin

Manchester United tekur á móti Southampton

Þá er loksins komið að fyrsta heimaleik Manchester United undir stjórn José Mourinho. United hefur spilað tvo mótsleiki hingað til og unnið þá báða. En það þýðir ekki samt að spilamennskan væri frábær í alla staði en það eru vissulega framfarir sem sjást með hverjum leik. Mourinho sagði það sjálfur að það muni taka smá tíma að venja leikmenn af hægu varfærnislegu spili sem einkenndi liðið á LvG árunum. Lesa meira