Í kvöld mætti Manchester United til leiks í 5. umferð FA-bikarsins á John Smith‘s Stadium þar sem heimamenn í Huddersfield tóku á móti okkar mönnum. Í síðustu 13 viðureignum liðanna hafði Huddersfield einungis tekist að knýja fram sigur einu sinni gegn United en sá leikur var einmitt deildarleikur fyrr á leiktíðinni á sama velli. José Mourinho stillti upp mikið breyttu liði frá síðasta leik en fastaleikmenn eins og De Gea og Pogba voru hvergi sjáanlegir. Í stað þeirra fengu Carrick og Romero pláss í byrjunarliðinu en það var ánægjulegt að sjá ungu strákana í leimannahópnum í kvöld, þá Castro Pereira, Angel Gomes og Ethan Hamilton sem voru á bekknum auk þess að Scott McTominay byrjaði á miðjunni.
Juan Mata
Djöflavarpið 47.þáttur
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir síðustu leiki og þá aðallega Tottenham og Huddersfield. Einnig tókum við fyrir frammistöður og framtíðarstöðu Alexis Sánchez og sitthvað fleira.
Endilega takið þátt í athugasemdum
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Djöflavarpið 46.þáttur – Halló Alexis, bless Mikki
Maggi, Tryggvi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir sigrana gegn Derby County í FA bikarnum og gegn Stoke City í deildinni.Yfirvofandi skiptum Arsenal og Manchester United á þeim Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez voru gerð góð skil og einnig tókum við spurningar frá hlustendum og lesendum.
Endilega takið þátt með kommentum og reynym að ná upp skemmtilegri umræðu.
Djöflavarpið 45. þáttur
Maggi, Björn og Halldór settust niður með nýliðanum Friðriki og fóru yfir síðustu mánuði hjá Manchester United frá jafnteflinu gegn Liverpool til sigursins gegn Everton. Einnig voru nokkrir leikmenn liðsins teknir fyrir.
Við biðjumst velvirðingar vegna hljóðtruflana í þættinum. Undirritaður er þegar að leita að lausnum til að koma veg fyrir að þetta gerist aftur.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Leicester City 2:2 Manchester United
Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.