Mikið óskaplega var þetta leiðilegur leikur sem var boðið uppá í hádeginu. Fyrirfram hefði verið hægt að búast við hasar og ákefð þar sem bæði lið þurftu nauðsynlega á sigri að halda. United er harðri baráttu við háværu nágrannana í City og Norwich í baráttu við Newcastle og Sunderland en tvö af þessum liðum munu falla. Anthony Martial meiddist í upphitun og þurfti Louis van Gaal að gjörbreyta skipulaginu skömmy fyrir leik og það sást.
Juan Mata
Juan Mata er leikmaður septembermánaðar
Þið hafið kosið og Juan Mata er leikmaður septembermánaðar. Hann átti frábæran mánuð, spilaði fimm leiki og lagði upp þrjú mörk og skoraði önnur þrjú. Það eru engar ýkjur að Juan Mata sé einn af vinsælustu leikmönnum United enda engin furða, þarna er algjör fagmaður á ferð. Eins og sjá má fékk Mata umtalsvert fleiri atkvæði en aðrir leikmenn. Anthony Martial, sem einnig átti góðan mánuð var næstur en aðrir komust vart á blað.
Hver er leikmaður septembermánaðar?
Septembermánuður var að mörgu leyti ágætur fyrir United. Liðið spilaði sex leiki og vann fimm af þeim og í fyrsta sinn í langan tíma er Manchester United á toppi deildarinnar!
Leikirnir í september
- Manchester United – Liverpool: 3-1
- PSV – Manchester United: 2-1
- Southampton – Manchester United: 2-3
- Manchester United – Ipswich: 3-0
- Manchester United – Sunderland: 3-0
- Manchester United – Wolfsburg: 2-1
Leikmennirnir sem tilnefndir eru
David de Gea hefur komið frábærlega inn í þetta eftir að hann krotaði undir nýjan samning í september. Hann spilaði alla leiki liðsins í september og var eins og eðlilegt er orðið, frábær í þeim öllum. Var hann í sérstaklega góðu formi gegn Southampton og varði einnig vel gegn Liverpool.
Hver er leikmaður ágústmánaðar?
Við á ritstjórn Rauðu djöflanna höfum ákveðið að endurvekja þennan gamla lið á síðunni. Leikmaður mánaðarins var í fríi á síðasta tímabili en hefur ákveðið að snúa aftur.
Ritstjórn hefur tilnefnt fjóra leikmenn sem hafa staðið uppúr að okkar mati.
Varnarmennirnir Matteo Darmian, Luke Shaw og Chris Smalling hafa staðið sig frábærlega hingað til og verið mjög traustir. Svo hafa þeir Shaw og Darmian verið duglegir að sækja upp kantana.
Valencia á morgun
Á morgun fer general-prufan fyrir tímabilið fram. Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn á Old Trafford. Andstæðingurinn er Valencia. Hingað til hefur undirbúningstímabilið gengið vonum framar, 5 leikir, 5 sigrar og 2 „bikarar“, 16 mörk skoruð og eina markið sem liðið hefur fengið á sig úr opnu spili var af 50 metra færi. Það hefur því verið blússandi gleði á mannskapnum enda allir að stefna að sama marki.