Undir venjulegum kringumstæðum værum við þessa dagana helst í því að fylgjast með Manchester United taka þátt í einhverju æsispennandi æfingamóti í fjarlægum heimsálfum til að undirbúa sig fyrir komandi tímabil, sem væri rétt handan við hornið, inn á milli þess sem við þjösnuðumst á F5 takkanum í von um frekari tíðindi af leikmannamarkaðnum og tuðuðum yfir Ed Woodward.
LASK
LASK 0:5 Manchester United
Í kvöld fór fram fyrri viðureign Manchester United og LASK frá Austurríki í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Eins og víða annars staðar í Evrópu var leikið fyrir luktum dyrum vegna kórónaveirunnar en það átti eftir að reynast United vel. Ole Gunnar Solskjær stillti upp sterku liði:
Varamenn: De Gea, Lindelöf, Tuanzebe, Andreas, Matic, Chong, Greenwood.
16 liða úrslit í Austurríki
Þá heldur United út til Austurríkis þar sem efsta lið deildarinnar LASK, eða Linzer Athletik-Sport-Klub, tekur á móti okkur. Leikurinn fer fram á Linzer Stadion, TGW Arena en vegna veirufaraldursins, sem eflaust hefur ekki farið framhjá neinum, verður leikið fyrir luktum dyrum í varúðarskyni.
Þessi leikur er fyrri viðureign liðanna í 16 liða úrslitum Evrópudeildarinnar eftir að United lagði Club Brugge af velli 1-6 samanlagt á meðan heimamenn í LASK lögðu AZ Alkmaar frá Hollandi í sömu umferð. Þó margir vilji meina að United hafi verið heppið með drátt en þá skyldi ekki vanmeta. Í riðlinum sínum lögðu þeim Rosenborg, PSV og Sporting nokkuð örugglega og hafa í raun unnið alla heimaleiki sína en einungis tapað einum útileik í Evrópudeildinni á þessari leiktíð en það var gegn Sporting í Portúgal.