Manchester United spilaði tvo toppslagi í dag en náði aðeins í 1 af 6 stigum sem voru í boði. Konurnar töpuðu 1-2 í London og á Anfield enduðu leikar með markalausu jafntefli. Leikirnir voru báðir í járnum og í báðum leikjum hefði United getað gert betur. Hins vegar voru andstæðingarnir í báðum tilvikum ríkjandi Englandsmeistarar og báðir leikir á útivöllum.
Kvennaliðið fór við það úr fyrsta sætinu í annað en karlaliðið heldur toppsætinu eitthvað áfram. Manchester City getur þó komist í efsta sætið ef þeir ljósbláu vinna leikina sem þeir eiga inni.