Á morgun mætir Manchester United á erfiðan útivöll í Leicester þar sem meistararnir frá því 2016 taka á móti okkur. Eins og flestum er kunnugt tók United sitt fyrsta feilspor í miðri vikunni þegar liðið lenti 0-2 undir gegn Burnley á Old Trafford. Liðinu tókst þó að bjarga andlitinu með tveimur síðbúnum mörkum en engu að síður 2 töpuð stig í baráttunni um Meistaradeilarsæti.
Leicester City
Djöflavarpið 57.þáttur – Vill Pogba fara?
Maggi, Björn og Halldór settust niður og fóru yfir leikinn gegn Leicester. Paul Pogba og José Mourinho. Einnig var rætt um tilvonandi ráðningu á yfirmanni knattspyrnumála og leikina framundan hjá karla og kvennaliðunum
Einnig viljum við heyra ykkar álit þannig að endilega kommentið við þessa færslu.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér fyrir ofan auk þess sem hægt er að hala honum niður í gegnum spilarann eða hér að neðan. Jafnframt má gerast áskrifandi að þættinum í gegnum ýmis podkast-forrit:
Leicester City 2:2 Manchester United
Það má færa rök fyrir því að leikmenn Manchester United hafi verið í jólaskapi í kvöld en þeir svo gott sem gáfu Leicester City stig. Lokatölur 2-2 í leik sem United hefði átt að vinna örugglega. Eftir nokkra leiki í röð þar sem sóknarleikur United hefur ekki verið upp á marga fiska þá var liðið mjög sprækt í kvöld, í raun það sprækt að það hefði eins og áður sagði átt að vinna þennan leik nokkuð örugglega.
Manchester United 2:0 Leicester City
Þrír leikir í deildinni, þrír sigrar. 10 mörk skoruð, ekkert fengið á sig. Það er alveg óhætt að segja að Manchester United hefji þetta leiktímabil afskaplega vel. Framundan er landsleikjahlé, lok sumargluggans og svo septembermánuður fullur af leikjum í þremur mismunandi keppnum. Við erum ekkert að hata þetta!
Það var ein breyting á liðinu sem hóf leik í dag. Martial hafði komið gríðarlega sterkur inn af bekknum í síðustu leikjum og fékk að byrja þennan leik. Rashford hafði staðið sig nokkuð vel líka en hann þurfti að sýna að hann getur líka verið hættulegt vopn af bekknum. Byrjunarliðið í dag var svona:
United heimsækir meistarana á morgun
Það verður að byrja þennan pistil á að minnast á það að Leicester eru meistarar. Því eins og staðan er núna þá gæti verið eitthvað í að United mæti Leicester aftur, hvað þá sem meisturum!
Eins og staðan er núna lítur útfyrir að Leicester sé að sigla hraðbyri í átt að falli. Liðið hefur unnið tvo af síðustu tveimur deildarleikjum og tapað síðustu þremur og er tveimur stigum frá falli. Óeining er sögð innan hópsins og raddir orðnar háværari um að eina leiðin út úr ógöngunum sé að reka Ranieri, manninn sem vann hið ómögulega kraftaverk.