Við eigum harma að hefna gegn Leicester sem eru að koma á Old Trafford á morgun. Við máttum þola alveg sérstaklega óþolandi tap gegn þeim í fyrri leik þessara liða. Leikurinn var spilaður 21. september og var annar leikurinn sem liðið spilaði eftir lokun sumargluggans. Hinn leikurinn var gegn QPR þar sem liðið sundurspilaði máttlaust lið QPR og vann 4-0. Eftir brösuga byrjun á tímabilinu vonaði maður því að framtíðin yrði eins og QPR-leikurinn. Öll sumarkaupin komin í hús, allt klárt.
Leicester City
Leicester City 5:3 Manchester United
Jæja, þá höfum við svarið við hvort QPR leikurinn var ný byrjun: VIð eigum eina bestu sókn í deildinni en einhver slakasta vörn deildarinnar er líka okkar. Þetta var hreint skelfilegt. Og einhver versta dómgæsla sem maður hefur séð var ekki að hjálpa
Leicester á morgun
Þegar fyrsta hlaðvarpið okkar kom út við spurðu einhverjir hvers vegna lítið var farið í fyrstu leikina í haust. Leikurinn gegn QPR svaraði þeirri spurningu nokkuð vel: Fyrstu leikirnir skiptu ekki máli fyrir framtíðina (nema auðvitað sem töpuð stig). Sömuleiðis sýndi leikurinn svo ekki var um villst að öll umræðan um 3-5-2 kerfið var á algerum villigötum. Kerfið sem Van Gaal tók skýrt fram að var valið vegna þeirra leikmanna sem hann hafði í höndunum þegar undirbúningstímabilið hófst var einfaldlega ekki eitthvað sem þurfti þegar fimm nýjir leikmenn eru komnir inn. Því varð tígulmiðjan fyrir valinu í síðasta leik og ef einhver hélt að Van Gaal væri búinn að gleyma hvað sé uppáhaldsleikkerfið hans þá taka þessi ummæli hans um Januzaj á blaðamannafundi í gær af allan vafa: