Leikjadagskrá deildarinnar fyrir næsta vetur er komin út. Við fyrstu sýn er óhætt að segja að hún líti bara nokkuð vel út.
Deildin byrjar snemma í ár vegna EM á næsta ári og fyrsti leikur er gegn Tottenham þann 8. ágúst
Síðan koma:
- 15. ágúst. Aston Villa (Ú)
- 22. ágúst Newcastle United (H)
- 29 ágúst: Swansea City (Ú)
Leikirnir gegn Liverpool, Arsenal, Chelsea og City dreifast nokkuð vel og það er enginn stórleikjatörn eins og við fengum í mars/apríl á sl. tímabili þegar liðið mætti Tottenham, Liverpool, City og Chelsea nánast í einum rikk.