Markalaust jafntefli var niðurstaðan í dag. Þessi leikur var skelfilega leikinn af United. Southampton voru bara skítsæmulegum framherja frá því að vinna þennan leik. Henrikh Mkhitaryan var algjörlega hörmulegur í dag og virtist alltaf taka röngu ákvörðunina. Hann gerði það svo oft að það hlýtur að hafa verið meðvitað. Það markverðasta sem gerðist hjá Manchester United í öllum leiknum var þegar bera þurfti Romelu Lukaku af velli eftir hann virtist rotast eftir samstuð við leikmann Southampton og missir amk af næstu 2 leikjum. Hin sorglega staðreynd að David de Gea sé langbesti leikmaður United á vellinum trekk í trekk er ekkert nema áhyggjuefni. Klúbbur af þessari stærðargráðu á ekki að þurfa að stóla á markvörðinn sinn einfaldlega til að forðast niðurlægjandi úrslit. Vörnin var frekar virkaði ekkert alltof stabíl og ef Shane Long væri betri leikmaður þá hefði hann refsað í dag í staðinn fyrir að láta De Gea sjá alltaf við sér.
Leikskýrsla
Manchester United 1:0 AFC Bournemouth
Scott McTominay fékk tækifæri í byrjunarliðinu í stað Ander Herrera sem satt best að segja ekki verið mjög góður í vetur og Luke Shaw byrjaði fyrsta deildarleik sinn í sjö mánuði og 13 daga. Að auki komu Phil Jones og Juan Mata inn í liðið
Varamenn: Romero, Blind, Lindelöf, Young, Ander Herrera, Ibrahimovic, Rashford
Bournemouth leit svona út, enginn Jermain Defoe í byrjunarliðinu.
Arsenal 1:3 Manchester United
Þetta var skemmtilegasti leikur United í mörg ár! Og það var helst varnarvinnu beggja liða að þakka, og frammistöðu David de Gea sem varði 14 skot í leiknum, sem er það mesta sem markvörður hefur varið í einum leik frá því farið var að halda utan um þá tölfræði í úrvalsdeildinni.
Liðið var óbreytt frá Watford leiknum, Matić var heill en enginn Ibrahimović á bekknum
Chelsea 1:0 Manchester United
Bæði lið stilltu upp svipuðum leikaðferðum eins og við var búist, með þremur miðvörðum. United var óbreytt frá Tottenham leiknum og Fellaini var mættur á bekkinn
Hjá Chelsea var N’golo Kante heill og átti eftir að muna um hann. Það var líka til þess að Fàbregas spilaði framar.
Leikurinn byrjaði samt mun hressar en það gaf til kynna. N’golo Kante átti fyrsta skotið, beint á De Gea og rétt á eftir Rashford reyndi fyrirgjöf utan af kanti sem reyndist svo skot sem Courtois tók á línunni.
Liverpool 0:0 Manchester United
Meiðsli settu svip sinn á liðið, vitað var að Pogba, Fellaini og Carrick væru meiddir og Phil Jones tæpur. Þegar liðið var svo birt kom í ljós að Eric Bailly hafði meiðst í landsleikjahléinu og að Marcus Rashford hefði líka eitthvað hnjaskast. Fyrir leikinn voru vangaveltur um að þetta væri 3-4-2-1 en Mourinho valdi að setja Ashley Young í hægri kant og nota Darmian í vinstri bakvarðarstöðuna