Málshátturinn segir að „litlu verði Vöggur feginn.“ Manchester United verðskuldaði vart stig í kvöld en eftir tvö hrikalega ósigra í röð er stigið velkomið í baráttunni um að slefa inn í Evrópukeppni. Jöfnunarmarkið á líka heima í samantekt yfir það besta frá liðinu í vetur – þótt samkeppnin þar sé ekki hörð.
Leikskýrsla
Manchester United 1:0 Crystal Palace
Dagurinn sem Fred skoraði úr langskoti með hægri
Manchester United vann sinn fyrsta leik undir stjórn Ralf Rangnick gegn Crystal Palace í dag. United gerði það sem þurfti og virtist gera það sem til var ætlast af því.
Spennan, sem ríkti fyrir mögulegum breytingum á fyrstu uppstillingu Rangnick, var óþörf því hann stillti upp sama liði og byrjaði gegn Arsenal á fimmtudag. Breytingar voru á hópnum, Jesse Lingard og Anthony Martial meiddust á æfingu í gær en nafni hans Elanga fékk tækifæri í staðinn.
Manchester United 2:2 Brentford
Queens Park Rangers 4:2 Manchester United
Manchester United lék sinn annan leik á undirbúningstímabilinu í dag á Kiyan Prince Foundation vellinum sem áður hét Loftus Road. Heimamenn stilltu upp sínu nánast sterkasta liði í dag með hinn margreynda Charlie Austin í framlínunni. Gestirnir frá Manchester eiga enn eftir að endurheimta leikmennina sem léku á Evrópumótinu í sumar og liðsuppstillingin í dag var ekki sú mest spennandi. Í fjarveru byrjunarliðsins eru leikmenn eins og Dan James, Jesse Lingard, Facundo Pellistri að fá tækifæri til að sýna sig fyrir öðrum liðum í glugganum og ólíklegt að tveir af þeim leiki annars staðar á komandi tímabili. Annar leikmaður í svipaðri stöðu er Andreas Pereira.
Manchester United 1:1 Fulham – Fyrsti leikur með áhorfendum
Manchester United tók á móti fallliði Fulham á Old Trafford í gærkvöldi. Leikurinn var sá fyrsti með áhorfendum í ca. 14 mánuði. Leikurinn sem slíkur skipti hvorugt liðið máli en Fulham var þegar búið að falla og United búið að tryggja sér Meistaradeilarsætið fyrir nokkru síðan. Þar sem Manchester City var búið að vinna titilinn var eina spurningin hvort United myndi enda í 2. eða 3. sætinu. Þar sem þessi leikur endaði í jafntefli þurfti að treysta á sigur Chelsea eða stig í lokaumferðinni. Þar sem Chelsea sigraði Leicester varð 2. sætið tryggt.