Enn og aftur nær Ole Gunnar Solskjær í þrjú stig á Etihad. Miðvarðarparið sem hafði fengið á sig þrjú mörk í 14 leikjum fékk á sig tvö í dag. Dean Henderson var öryggið uppmálað í marki Manchester United og þurfti lítið að gera þökk sé góðum varnarleik. Loksins var dæmt víti og var það eins borðleggjandi og það verður. Luke Shaw heldur áfram að brillera á meðan Anthony Martial sem átti annars frábæran leik mistókst að skora í tveimur dauðafærum.
Leikskýrsla
RB Leipzig 3:2 Manchester United
Byrjunalið kvöldsins kom frekar mikið á óvart. United þurfti einungis stig frá þessum leik og ákvað Solskjær að stilla upp mjög „varnarsinnuðu“ liði með þrjá miðverði og og tvo djúpa miðjumenn fyrir framan. Sóknarlega kom ekki annað til greina en að velja Rashford og Greenwood vegna meiðsla Cavani og Martial. Pogba og Van de Beek voru báðir settir á bekkinn og greinilegt var að Bruno Fernandes átti að sjá um að skapa í þessum leik. Miðað við taktíkina var líklegast að pælingin væri að finna Greenwood og Rashford í skyndisóknum. Umboðsmaður Pogba fór enn og aftur að tjá sig um málefni Frakkans og ekki útilokað að það hafi orsakað bekkjarsetuna í þessum leik. Dýrt spaug ef reynist rétt.
West Ham 1:3 Manchester United
Það er alveg óhætt að segja að lið United sé bara með tvær stillingar þessa dagana. ON og OFF. Við fengum að sjá þær báðar í dag, svo sannarlega.
Solskjær gerði nokkrar breytingar, De Gea, Rashford og Bruno Fernandes voru allir hvíldir vegna mis smávægilegra meiðsla og Paul Pogba kom í byrjunarlið í fyrsta skipti í nokkra leiki.
Varamenn: Grant, Tuanzebe, Williams, Bruno Fernandes (46′), Mata (62′), Matić, Rashford (46′)
Manchester United 1:3 Chelsea
Manchester United er úr leik í enska bikarnum þetta árið eftir mjög slaka frammistöðu gegn Chelsea. Þetta þýðir að Chelsea mun mæta Arsenal í úrslitaleiknum.
Í fljótu bragði er hægt að kvarta yfir andleysi leikmanna og lélegri spilamennsku. Það er þó hægt að afsaka frammistöðuna að einhverju leyti. Útaf einhverji fáránlegri ástæðu fær Chelsea tveimur fleira daga til að undirbúa sig fyrir þennan leik og gat í raun stillt upp sínu sterkasta liði á meðan United varð að hvíla einhverja leikmenn fyrir leikinn gegn West Ham í næstu viku. Vandamálið er að þeir leikmenn sem ekki hafa verið að spila mikið undanfarið gerðu ekkert til að gera tilkall til þess að fá fleiri mínútur og hinir voru augljóslega þreyttir. Það útskýrir einbeiningarleysi þeirra Lindelöf og Maguire sem áttu sinn slakasta leik í langan tíma.
Manchester United 5:2 Bournemouth
Fyrir leikinn í dag var United búið minnka forystu Chelsea niður í 2 stig. Það var því tækifæri á að setja almennilega pressu á liðin fyrir ofan okkur með góðum sigri í dag. Það var hægt að gera væntingar til þess enda mótherji dagsins verið í basli allt tímabilið og búinn að missa einn einn besta leikmanninn sinn, kantmanninn Ryan Fraser á frjálsa sölu. Liðið á þó möguleika á að bjarga sér frá falli en það verður erfiðara með hverjum leik.