Þessi leikur var ekkert sérstaklega góð skemmtun. Liðsuppstillingin var áhugaverð blanda af yngri og svo eldri reyndari leikmönnum. Þessi 4-2-3-1 taktík er ekki gera okkur neina greiða. Aðallega vegna þess að það er engin almennilega „tía“ í liðinu. Fyrri hálfleikurinn var allt í lagi af United hálfu. Það hefði líklega verið hægt að dæma víti á Dendoncker þegar hann setti fótinn fyrir Brandon Williams inní teig en það virðist ekki vera nóg til að fá dæmt brot. Undir lok fyrri hálfleiksins varð Harry Maguire fyrir meiðslum og var haltrandi fram að hálfleik. Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfeiks var markalaus þökk sé Sergio Romero sem átti góða vörslu fyrr í hálfleiknum.
Leikskýrsla
Manchester United 2:2 Aston Villa
Enn og aftur tekst þessu liði að valda vonbrigðum. Spilamennska liðsins fyrsta hálftíma leiksins var hrein og bein hörmung. Aston Villa komst verðskuldað yfir snemma í leiknum með glæsimarki Jack Grealish. Eftir það héldu gestirnir áfram og voru allt eins líklegri til að bæta við marki en United af jafna. Nokkrum mínútum fyrir hálfleik átti Andreas Pereira fína fyrirgjöf í teiginn á Marcus Rashford sem skoraði með skalla en markið var einhverra hluta vegna skráð sem sjálfsmark Tom Heaton. Staðan því jöfn þegar flautað var til hálfleiks.
Manchester United 3:1 Brighton
Leikurinn
Í upphituninni fyrir þennan leik velti ég því upp hvaða United lið myndi mæta til leiks í dag. Svarið var 2007-08 United. Traustur varnarleikur og leiftrandi skyndisóknir þar sem bakverðir og kantmenn voru mjög flottir. United ansi nálægt því að stilla upp sínu besta byrjunarliði í dag þrátt fyrir töluverð meiðsli í hópnum. Brighton stillti upp ansi lágstemmdu liði að mínu mati og voru með nokkra ágætis leikmenn á bekknum. Dómari leiksins Jon Moss átti mjög góðan dag sem var nauðsynlegt því að Brighton voru frekar grófir en komust upp með lítið og sama má segja um United. Reyndar spurning hvort Brandon Williams hafi verið heppinn að sleppa með gult spjald í seinni hálfleiknum en VAR-sjáin VAR ekki á því.
Norwich City 1:3 Manchester United
Byrjunarlið Manchester United var líkt því sem búist var við, Young missti ekki sæti sitt þrátt fyrir góða frammistöðu Brandon Williams gegn Partizan.
Varamenn: Romero, Rojo, Williams, Mata, Garner, Lingard, Greenwood
Lið heimamanna:
United byrjaði svo sem þokkalega, en það var samt Norwich sem fékk fyrsta færið, góð sókn upp hægra megin, enginn United maður gerði árás á boltann og endaði með sendingu á Cantwell í miðjum teignum. Wan-Bissaka var 2 metra frá og gat engan veginn stöðvað skotið, en vildi til að það fór hátt yfir. Á engan hátt ásættanleg varnarvinna.
Newcastle United 1:0 Manchester United
Lið United kom ekki á óvart nema Victor Lindelöf er meiddur og því kom Axel Tuanzebe inn í miðvörðinn og Dalot og Young fóru í sínar bakvarðastöður. Nemanja Matic fékk að fara á bekkinn.
Í upphituninni talaði ég um að Newcastle færi í 3-4-3 en flestir stilltu byrjunarliðinu upp sem 5-4-1
Það var engu að síður Newcastle sem byrjaði af miklum krafti Young þurfti að blokka skot Almirón uppi við markteig strax eftir 40 sekúndur. Um leið og United fékk boltann og sótti á kom hins vegar vel í ljós að Newcastle ætlaði að spila mjög aftarlega og mjög þétt. Ef eitthvað var voru Newcastle menn aðeins ákveðnari framávið, en hvorugt lið náði upp miklu spili og United mönnum reyndist afskaplega erfitt stundum hvort tveggja að koma boltanum á samherja og að halda boltanum.