Leikskýrsla
Manchester Utd 1:1 Chelsea
United stimplaði sig út úr baráttunni um 4. sætið í dag. Liðið byrjaði leikinn mjög vel og skoraði Juan Mata laglegt mark eftir gott samspil liðsins. Undir lok hálfleiksins gerði De Gea enn ein mistökin sem urðu til þess að Chelsea náði að jafna þennan leik. Þetta virtist slökkva alveg í þessu liði sem hefur andlegan styrk á við plastpoka. Seinni hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og ákvað dómari leiksins að vera í stíl. Marcus Rojo var mjög heppinn að fá ekki rautt spjald en hann átti tvær ljótar tæklingar í leiknum. 1:1 jafntefli staðreynd í döprum fótboltaleik.
Manchester United 2:1 West Ham
Ole Gunnar Solskjaer talaði um að United þyrfti að vinna fimm af síðustu sex leikjum sínum til að tryggja þáttöku í Meistaradeildinni. Liðið tók öll stigin í dag en frammistaðan var algjörlega ósannfærandi. Solskjaer hvíldi nokkra leikmenn í dag og fengu nokkrir leikmenn séns til að sýna eitthvað til að réttlæta betri samning eða hreinlega til að sannfæra stjórann um að selja sig ekki. Helst ber þar að nefna Marcos Rojo, Juan Mata og David de Gea. West Ham skoraði mark í fyrri hálfleiknum sem dæmt var af vegna rangstöðu. Endursýningar sýndu að það var rangur dómur og sem betur fer er VAR ekki komið ennþá í gagnið í Úrvalsdeildinni. Frammistaða Rojo var þannig að hans yrði varla saknað ef hann fer. Reyndar var hann að spila í bakverði sem er ekki hans sterkasta staða. Juan Mata lék ágætlega og vann vítaspyrnuna sem Paul Pogba skoraði úr. Sameiginleg mistök David de Gea og Marcos Rojo urðu til þess að West Ham tókst að jafna leikinn í byrjun seinni hálfleiks. Mata var óheppinn með að vera sá sem fórnað var til setja Marcus Rashford inná en þeir Jesse Lingard og Anthony Martial höfðu verið talsvert daprari. Sá síðarnefndi vann einnig vítaspyrnu seint í leiknum og aftur skoraði Pogba. 2:1 sigur staðreynd en frammistaðan engan veginn nógu góð.
Manchester Utd 2:1 Watford
Þetta var alls ekki sannfærandi í dag og var spilamennskan ekki ósvipuð og gegn Wolves í bikarnum. Liðið byrjaði leikinn skelfilega og var Watford liðið margfalt sprækara. United lifnaði þó aðeins við og þá sérstaklega þegar Marcus Rashford kom liðinu yfir eftir vel heppnað hraðaupphlaup. Eftir það kom besta tímabil United í leiknum og hefði liðið alveg mátt nýtt þá yfirburði en gerðu ekki. United var því með 1:0 forystu í hálfleik. Seinni hálfleikurinn var hinsvegar líklega sá versti undir Solskjær. United tókst samt að bæta við forystuna með skrautlegu marki eftir krafs í vítateig Watford. Doucoure tókst að laga stöðuna með laglegu marki eftir að hafa labbað í gegnum United vörnina sem hafði fram að því verið nokkuð góð. Mikilvæg 3 stig í hús og er liðið jafnt Tottenham að stigum amk í bili.
Tottenham Hotspur 0:1 Manchester United
Lið United var nákvæmlega eins og búist var við
Varamenn: Romero, Dalot, Andreas, Fred, Mata, McTominay, Lukaku
Alexis Sánchez var meiddur og sat eftir heima í Manchester.
Tottenham var líka eins og búist var við, nema Jan Vertonghen var orðinn heill og spilaði.
Leikurinn byrjaði með nokkrum þreifingum og fátt markvert gerðist fyrr en á 9. mínútu að góð sókn Spurs endaði á fínni stungusendingu Alli á Winks. Skot hans varð þó að fyrirgjöf og eftir nokkurt þref og horn skaut Eriksen yfir. Vörn United ekki sannfærandi þarna gegn Alli og illa á verði gegn sendingunni.