Fyrri hálfleikur
Erik ten Hag gerði þrjár breytingar á liðinu sem tapaði rækilega gegn Tottenham um helgina. Amad Diallo, Casemiro og Rasmus Höjlund komu inn fyrir þá Joshua Zirkzee, Kobbie Mainoo og Alejandro Garnacho. Leikurinn fór frekar vel af stað og virkaði United liðið frekar ferskt. Marcus Rashford kom gestunum yfir með föstu skoti á nærstöng sem Diogo Costa hefði klárlega átt að verja en við kvörtum ekki yfir því. Christian Eriksen og Rashford lögðu svo upp færi fyrir Höjlund sem skaut föstu skoti aftur á nærstöng og aftur leit Costa illa út en auðvitað tökum við því fagnandi eins og fyrra marki United í hálfleiknum. Eftir markið var varnarlína United sokkin djúpt niður í eigin teig og heimamenn nýttu sér það og á 7 mínútna kafla var United búið að tapa niður tveggja marka forystu og staðan þegar flautað var til leikhlés var 2:2.