José Mourinho gerði átta breytingar eftir leikinn afdrifaríka gegn Anderlecht á Old Trafford. Mourinho ákvað að taka enga áhættu með liðsvalinu í dag og varð 4-3-3 leikkerfið fyrir valinu. Antonio Valencia var ekki í hóp í dag en hann var hvíldur eftir að hafa spilað allan leikinn á fimmtudagskvöldinu. Ashley Young og Mattio Darmian vöru bakverðir í dag. Daley Blind fékk að byrja í dag þrátt fyrir slaka frammistöðu í síðasta leik. Wayne Rooney byrjaði sinn annan leik á árinu og var fremsti maður með þá félaga Jesse Lingard og Anthony Martial á köntunum. Marouane Fellaini lék fyrir aftan Paul Pogba og Ander Herrera í þriggja manna miðju.
Leikskýrslur
Manchester United 2:0 Chelsea
Þegar byrjunarliðið kom virtist ljóst að José Mourinho hafði ákveðið að horfa til leiksins á fimmtudaginn og hvíla Zlatan Ibrahimovic og Henrikh Mkhitaryan. Að Carrick væri hvíldur kom minna á óvart. David de Gea kom inn í liðið aftur. En raunin varð allt önnur en sú sem stuðningsfólk bjóst við og leikurinn ekki sú þrautaganga sem haldið var.
Varamenn: Romero, Blind, Fosu-Mensah, Shaw, Carrick, Mkhitaryan, Ibrahimovic
Anderlecht 1:1 Manchester United
Manchester United byrjaði þennan leik frekar vel. Michael Carrick stjórnaði spilinu eins og herforingi og Marcus Rashford var hörkuduglegur. Liðið hélt boltanum vel en heimamenn í Anderlecht lágu tilbaka og beittu nokkrum skyndisóknum. Flæðið í spilinu var mjög gott sem er oft hliðarverkun af því að hafa ekki Marouane Fellaini í byrjunarliðinu. Vörnin var flott en Eric Bailly og Marcos Rojo eru klárlega okkar besta miðvarðarpar. Antonio Valencia hélt uppteknum hætti og var með ágætar fyrirgjafir inn í teiginn. United komst yfir á 37. mínútu þegar Henrikh Mkhitaryan fylgdi eftir föstu skoti frá Rashford sem markvörður Anderlecht gerði ágætlega í að verja. Staðan í hálfleik var því 0:1 fyrir Manchester United.
Manchester United 1:0 FC Rostov
Þegar lið United var kynnt skiptist fólk í tvö horn með það hvort um var að ræða 3-4-2-1 eða 4-3-2-1 uppstillingu að ræða, en þegar leikurinn hófst kom í ljós að 3-4-3 var besta leiðin til að lýsa liðinu
Varamenn: De Gea, Jones, Lingard, Carrick, Young, Rashford, Fellaini
Eins og kom fram í upphituninni vantað þrjá lykilmenn Rostov vegna meiðsla og banna og þeir voru einungis með fjóra leikmenn á bekknum þannig það var þunnskipað hjá þeim.
Rostov 1:1 Manchester United
Fyrir leikinn talaði ég um að ég myndi glaður þiggja steindautt, markalaust jafntefli ef það þýddi að allir leikmenn kæmust meiðslalausir frá þessum leik. Aðstæðurnar voru vægast sagt ömurlegar og varla boðlegar fyrir leik í svona keppni. Enda fór það svo að leikurinn var ekki skemmtilegur áhorfs. En Manchester United náði útivallarmarki og komst meiðslalaust frá leiknum eftir því sem við best vitum. Það verður að teljast gott í ljósi aðstæðna.