Eins og komið var inná í upphituninni fyrir þennan leik þá einfaldlega varð United að vinna þenna leik. 2:0 sigur Fenerbahce á Zorya einfaldlega þýddi að með tapi þá dytti okkar lið alfarið úr Evrópu. Feyenoord hefur verið á ágætis siglingu í öllum keppnum hingað til hafði einungis fengið á sig 2 mörk í fyrstu 4 leikjunum í Evrópudeildinni. Manchester United hinsvegar hafa verið að spila þokkalega vel í undanförnum leikjum en hafa ekki verið nógu grimmir í markaskorun. Fólk var einnig spennt fyrir því að sjá Henrikh Mkhitaryan fá að spreyta sig í byrjunarliðinu en hann hefur nánast alls ekkert komið við sögu á tímabilinu hingað til.
Leikskýrslur
Manchester United 1:1 Arsenal
Enn eitt ógeðslega jafnteflið á Old Trafford. Enn og aftur yfirspilar United andstæðinga sína en geta bara ekki unnið leik fyrir sitt litla líf. Lokatölur á Old Trafford 1-1 í dag.
Bekkur: Romero, Blind (’63), Schneiderlin (’85), Lingard, Young, Memphis, Rooney (’62)
Lið Arsenal er svo svona skipað:
Cech, Jenkinson, Mustafi, Koscielny, Monreal, Coquelin, Elneny, Ramsey, Ozil, Walcott, Sanchez.
Manchester United 0:0 Burnley
Ótrúlega svekkjandi markalaust jafntefli er niðurstaðan í dag. United gjörsamlega yfirspilaði Burnley en gátu bara ekki komið tuðrunni í netið. Ótrúlega léleg dómgæsla Mark Clattenburg hjálpaði ekki en hann allar stóru ákvarðanirnar voru rangar hjá honum í dag.
Þessi leikur var í rauninni stórfurðulegur. Liðið spilaði virkilega vel og vörnin var traust. Burnley mætti með tvær rútur í dag og lögðu þeim á mjög svo árangursríkan hátt. Það hjálpaði t.d. Tom Heaton að líta út fyrir að vera meira en bara miðlungs markvörður. En það er náttúrulega ekki nýtt að þannig markverðir eigi leiki lífs síns á Old Trafford.
Manchester United 1:0 Manchester City
Það voru margir sem óskuðu þess að sjá Mkhitaryan byrja leikinn gegn Manchester City. En það var ekki í spilunum. Ekki aðeins var Mkhitaryan utan byrjunarliðs heldur var hann ekki einu sinni í hópnum. Og það þrátt fyrir að hafa sést með leikmannahópi Manchester United sem stimplaði sig inn á Lowry hótelið fyrir leik. Svo hafi hann ekki náð að meiðast með einhverjum hætti á hótelinu þá getur maður ekki annað en velt fyrir sér hvort það sé hreinlega eitthvað í gangi með Mkhitaryan og hvort Mourinho treysti honum ekki til að spila. Vonandi er það ekki málið en þetta er farið að líta grunsamlega út.
Chelsea 4:0 Manchester United
Það tók ekki langan tíma fyrir Chelsea að slá tóninn fyrir þessi harmkvæli sem við þurftum að þola í dag, þeir skoruðu eftir aðeins þrjátíu sekúndur. Marcos Alonso gaf langa sendingu utan af kanti, framhjá Smalling og Pedro hristi Blind af sér og stakk hann af, renndi sér framhjá úthlaupi De Gea og skoraði auðveldlega. Hrikalega slæmur varnarleikur þarna bæði hjá Smalling sem hefði átt að geta komist inn í sendinguna og hjá Blind sem var alltof hægur.