Liðið sem byrjaði fyrsta deildarleik José Mourinho var eilítið frábrugðið því sem búist var við. Jesse Lingard var meiddur og sat eftir heima í Manchester og Michael Carrick var hvíldur. Ander Herrera kom inn fyrir Carrick en það sem kom á óvart var að Juan Mata var valinn á kantinn en ekki Henrikh Mkhitaryan. Mourinho skýrði það með því að Mata hefði meiri deildarreynslu og væri því inni í þetta sinn.
Leikskýrslur
Zamfélagsskjöldurinn: Manchester United 2:1 Leicester City
Mourinho er búinn að vinna sinn fyrsta titil með Manchester United. Zlatan er búinn að skora sitt fyrsta mark fyrir Manchester United. Sigurmarkið í leiknum sem tryggir það að Manchester United eru meistarar meistaranna.
Liðið sem byrjaði leikinn fyrir United:
Varamenn: Romero, Rojo, Schneiderlin, Herrera, Mata, Mkhitaryan, Rashford
Byrjunarlið Leicester City:
Það var mikið um dýrðir á Wembley í dag og ekki að undra, upphafspunkturinn á virkilega spennandi tímabili í enska boltanum sem nú er að hefjast. Titill í húfi og bæði lið búin að gefa það skýrt út að það yrði ekki litið á þetta sem neinn vináttuleik.
Heiðursleikur Wayne Rooney: Manchester United 0-0 Everton
Klukkan 19 í kvöld mættust Everton og Manchester United á Old Trafford í sérstökum góðgerðarleik til heiðurs Wayne Rooney.
Byrjunarliðin voru svona
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Fellaini, Mata, Mkhitaryan, Schneiderlin, Young, Memphis og Rashford
Hjá Everton spiluðu:
Stekelenburg, Coleman, Baines, Funes Mori, Stones, Holgate, McCarthy, Barry, Barkley, Deulofeu og Lukaku. Og á bekknum eru: Joel, Oviedo, Galloway, Gibson, Cleverley, Besic, Davies, Kone, Mirallas, Lennon.
Fyrsti leikur Zlatan! Manchester United 5-2 Galatasaray
United mætti Galatasaray í Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem Zlatan Ibrahimovic kynnti sjálfan sig til leiks eins og Zlatan einn getur gert. Leikurinn var kaflaskiptur en United tók öll völd í seinni hálfleik og kláraði leikinn með stæl.
Bekkur: Johnstone, Romero, Darmian, Jones, Rojo, Carrick, Fellaini, Lingard, Mata, Memphis, Young, Rashford.
Okkar maður Elli var á leiknum og tísti um för sína frá Kaupmannahafnar til Gautaborgar á leikinn en fylgjast má með ævintýrum hans hér fyrir neðan.
Manchester United 1:4 Dortmund
Jæja, þetta var nú ekki merkilegt hjá okkar mönnum gegn Dortmund í fyrsta leik okkar í International Champions Cup.
Mourinho stillti liðinu svona upp:
Bekkur: Romero, McNair, Rojo, Tuanzebe, Januzaj, Pereira, Young, Keane, Rashford.
Byrjum á því að minnast á aðstæður í Kína í dag. Þær voru hrikalegar, gríðarlega heitt og mikill raki í loftinu enda var þessi leikur ekki spilað af miklum hraða eða ákefð. Við það má bæta að grasið á vellinum var hræðilegt og eftir um korter var það orðið að vígvelli.