Liðið Manchester United leit svona út. Herrera var eitthvað lítillega meiddur og er settur á bekkinn.
Varamenn Romero, Darmian, Riley, Carrick, Schweinsteiger, Weir, Herrera
Lið Liverpool:
Dómarinn í leiknum, Spánverjinn Carlos Velasco Carballo var búinn að gefa 74 gul spjöld og 6 rauð síðustu 12 leikjum og það tók hann innan við tvær mínútur að veifa spjaldi í þessum leik. Henderson fór yfir boltann og í legginn á Schneiderlin og fékk umsvifalaust spjald. Liverpool byrjuðu líka eins og við var búist og settu pressu á United frá upphafi. Það varði ekki of lengi og United tókst bara ágætlega að vinna sig út úr því og náðu að halda boltanum. En pressan kom afturog á 19. mínútu braut Memphis klaufalega á Firmino, hélt honum og sparkaði í hann aftan frá. De Gea fór í rétta átt en náði ekki nema gómnum í skot Sturridge og staðan var 1-0. Liverpool tók yfir eftir þetta og Coutinho átti að koma þeim í 2-0 en fyrir opnu marki setti hann fótinn utanfótar í boltann og gaf De Gea tækifæri til að verja frábærlega